Er gott að búa í Kópavogi fyrir yngstu kynslóðina? Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 29. apríl 2022 07:31 Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun