Egilsstaðaflugvöllur – öryggisins vegna Gauti Jóhannesson skrifar 28. apríl 2022 15:30 Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Múlaþing Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Efling Egilsstaðaflugvallar er eitt af þeim verkefnum sem víðtæk samstaða er um á Austurlandi og unnið hefur verið að undanfarin ár á vettvangi SSA og Austurbrúar. Egilsstaðaflugvöllur hefur fjölmörg hlutverk. Hann er innanlandsflugvöllur fyrir þá byggð sem fjærst er höfuðborgarsvæðinu með öllu sem í því felst. Hann er millilandaflugvöllur fyrir farþegaflug, hann er 1. varaflugvöllur fyrir Keflavík og uppi eru væntingar í atvinnulífinu á Austurlandi um vöruflutninga um völlinn m.a. með ferskvöru á nýja markaði. Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu á Austurlandi undanfarin ár með tilkomu nýrra greina s.s. fiskeldis sem og aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu. Þá er unnið að hugmyndum að Orkugarði á Austurlandi þar sem m.a. yrði framleitt vetni. Þá eru uppi hugmyndir um nýtingu vindorku bæði á landi og úti fyrir strönd landshlutans. Sú uppbygging kallar á þyrluþjónustu með umfangsmikilli þjónustu í landi. Öll ofangreind atriði undirstrika mikilvægi þess að sem fyrst verði mótuð framtíðarsýn og stefna um málefni vallarins í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs. Með því móti nýtist áhuginn og tækifærin sem í honum felast best til að efla atvinnulífið á Austurlandi, samfélagið og hagkerfið á landinu í heild. Öllum er í fersku minni þau áhrif sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð á sínum tíma.Undanfarnar vikur hefur greinst töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir stærstu skjálftunum. Að áliti eldfjallafræðinga eru töluverðar líkur á eldgosi á Reykjanesi á nýjan leik á næstu mánuðum, nú þegar eldsumbrotum er lokið í Geldingadölum. (Mbl. 19.2.22) Slíku gosi gæti fylgt brennisteinsmengun, hraunflæði og öskufall allt eftir því hvar það væri staðsett en allt eins líklegt er að gosið gæti samtímis á mörgum stöðum. Á Egilsstöðum er veðurfar flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%. Í þessu ljósi er rétt að árétta en vanmeta ekki það öryggishlutverk sem flugvöllurinn þar hefur ef og þegar sú staða kemur upp að flugvellir á suðvesturhorninu verða óstarfhæfir til lengri eða skemmri tíma. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi hefur gert sér grein fyrir þessu fyrir löngu og að þeirra frumkvæði, í samvinnu við Austurbrú, hefur ítrekað verið kallað eftir myndun starfshóps um verkefnið. Hann mun hafa það hlutverk að vinna að þarfagreiningu og framtíðarsýn fyrir Egilsstaðaflugvöll með það fyrir augum að fullnýta þá möguleika og öryggishlutverk sem hann hefur upp á að bjóða. Í starfshópnum er gert ráð fyrir að auk fulltrúa sveitarstjórnarstigsins af svæðinu verði fulltrúar frá ráðuneyti innviða, fjármála og ferðamála auk fulltrúa frá ISAVIA, SFS og SAF. Erindi þessa efnis voru send í viðeigandi ráðuneyti 20. mars sl. og beðið er svars.Við höfum í gegnum árin haft tilhneigingu til að bregðast við hratt þegar skaðinn er skeður – að slökkva elda. Hér er tækifæri til að víkja af þeirri vegferð. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaformaður stjórnar Austurbrúar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun