Helena Sverris: Ég hrinti henni Atli Arason skrifar 28. apríl 2022 23:04 Helena Sverrisdóttir og leikmenn Hauka fagna sigrinum í kvöld Vilhelm Helenu Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, var létt að hafa náð sigri í Njarðvík í kvöld, 51-60. Haukar ná þar með knýja fram oddaleik og forðast sumarfrí. „Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Þetta er smá svona léttir, þetta var auðvitað risa stór leikur en ég man ekki eftir að hafa lent í svona leik. Ég hef verið 2-1 yfir og það var jafnað en ekki verið 2-1 undir. Ég er ógeðslega ánægð með liðið mitt, hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Helena í viðtali við Vísi eftir leik. Undir lok leiksins ætlaði allt að sjóða upp úr þegar Elísabeth Ýr, leikmaður Hauka, og Aliyah Collier, leikmaður Njarðvíkur, voru að berjast um lausan bolta. Collier endar ofan á Elísabeth og Helena skerst í leikinn og ýtir Collier í burtu og Lavína De Silva, leikmaður Njarðvíkur, stuggar svo við Helenu áður en Bríet Sif, leikmaður Hauka, skerst í leikinn. Lavína og Helena fengu óíþróttamannslegar villur á meðan Collier og Bríet fá tæknivillur. „Þetta er búið að vera hörkurimma allan tímann. Mér fannst hún [Collier] vera að stökkva á og reyna að meiða leikmanninn minn þannig ég ýti henni og hún selur þetta svolítið. Ég hrinti henni í burtu en ég var bara að reyna að verja minn leikmann. Þetta er búið að vera mjög 'physical' sería og seinasti leikurinn verður það líka,“ svaraði Helena aðspurð út í atvikið. Haukar breyttu til í varnarleiknum í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn fyrir þær. Allur fókus fór á að loka á Collier sem tók 30 af 61 skotum Njarðvíkur í leiknum. „Við spiluðum geðveika vörn og aðallega í seinni hálfleik. Aliyah gerir 20 stig í fyrri hálfleik en hún tekur þá 18 skot á meðan restin af liðinu gerir bara 11 skottilraunir. Þegar þær ætla bara að treysta á eina manneskju þá þurfum við bara stoppa hana og mér fannst við gera mjög vel í seinni hálfleik að loka á hana.“ Framundan er oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Ólafssal á sunnudaginn og Helena hvetur alla til að mæta. „Nú er þetta bara allt eða ekkert. Þetta er úrslitaleikur en við erum búnar að spila fullt af úrslitaleikjum í vetur, m.a. tvo bikarúrslitaleiki. Þessi leikur var líka úrslitaleikur fyrir okkur og við erum komnar með hörkureynslu. Það er kominn tími til að sjá troðfullan Ólafssal af rauðu og kannski smá grænu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, að endingu.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum