Erlent

Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá og með 30. september næstkomandi mega karlmenn í Kanada gefa blóð.
Frá og með 30. september næstkomandi mega karlmenn í Kanada gefa blóð. Marc Bruxelle/Getty

Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð.

BBC greinir frá þessu en frá og með 30. september munu karlmenn ekki vera spurðir um kynhneigð sína þegar þeir gefa blóð. Þeir munu frekar vera spurðir hvort þeir hafi tekið þátt í „áhættusömum kynlífsathöfnum“.

Bannið var fyrst sett á í Kanada árið 1992 til að hindra HIV-veirunni frá því að dreifast meðal þeirra sem þiggja blóð. Allt til ársins 2013 mátti enginn samkynhneigður karlmaður gefa blóð, óháð því hvort hann hafi stundað kynlíf eða ekki.

Aðrar þjóðir hafa einnig nýlega aflétt banninu, svo sem Bretland, Danmörk, Frakkland, Brasilía og Ungverjaland. Bandaríkin breyttu sinni reglugerð í kjölfar Covid-19 faraldursins en áður mátti karlmaður ekki gefa blóð innan við ári eftir seinustu kynmök með öðrum karlmanni. Nú eru það þrír mánuðir.

Í september á seinasta ári gerði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs.

Breytingatillagan geri karlmönnum sem hafa stundað kynlíf með öðrum karlmönnum kleift að gefa blóð en tillagan hefur ekki verið tekin fyrir.

Þann 31. janúar síðastliðinn svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um málið og sagði að breytingarinnar mætti vænta í apríl eða maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×