Lífið

James Corden kveður The Late Late Show

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
James Corden.
James Corden. Skjáskot

Þáttastjórnandinn James Corden tilkynnti í þættinum sínum The Late Late Show að hann muni kveðja þáttinn á næsta ári. Grínistinn tók við árið 2015. 

„Ég sá þetta aldrei sem minn lokaáfangastað,“ sagði Corden meðal annars um þessa ákvörðun. Hann sé því spenntur að sjá hvað annað sé í boði þarna úti. Cordon sló í gegn með innslögum eins og Carpool Kareoke og hefur notið mikilla vinsælda. Þetta virðist þó ekki hafa verið auðvelt val.

„Erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka.“

Í Bretlandi var Corden þekktur fyrir þættina Gavin & Stacey og vann BAFTA fyrir hlutverk sitt í þáttunum sem hann tók einnig þátt í að skrifa.  Eftir að hann tók við spjallþættinum The Late Late Show hefur hann einnig tekið þátt í leikritum og kvikmyndum og verið kynnir á stórum verðlaunahátíðum eins og Grammy og Tony. 

Hann var tilnefndur til Golden Globes verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Prom.  Hann hefur verið tilnefndur 26 sinnum til Emmy verðlauna og unnið styttuna ellefu sinnum. Tilnefningarnar hefur hann fengið fyrir The Late Late Show en einnig fyrir Carpool kareoke, þáttastjórn og framleiðslu á Friends endurfundunum og svo fyrir verðlaunahátíðir sem hann hefur verið kynnir og framleiðandi á.

Corden segist einstaklega stoltur af þættinum The Late Late Show with James Cordon sem hafi farið fram úr hans stærstu draumum. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.