Skoðuðu fjórtán ábendingar sem sneru að formanni BHM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2022 11:01 Friðrik Jónsson tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Fjórtán ábendingar bárust til BHM vegna starfa hans í vetur. Ráðgjafafyrirtæki töldu að lokinni skoðun ekki tilefni til viðbragða. Aðsend Tvö ráðgjafafyrirtæki tóku til skoðunar fjórtán óformlegar ábendingar í vetur varðandi Friðrik Jónsson, formann BHM. Fyrirtækin töldu ekki tilefni til aðgerða vegna tilkynninganna. Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra. Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Kjarninn greindi frá málinu í morgun. Þar segir að í kjölfar vinnustaðaúttektar ráðgjafafyrirtækisins Auðnast árið 2017 hafi starfsmenn haft aðgang að forvarnar- og viðbragðsáætlun, EKKO, þar sem hægt sé að senda ábendingar varðandi það sem gerist á vinnustaðnum. Kjarninn segir dæmi um að ábendingarnar hafi snúið að ummælum Friðriks sem tilkynnandi hafi talið niðrandi um konur. Þórhildur Þorkelsdóttir, upplýsingafulltrúi BHM, segir í skriflegu svari til fréttastofu að BHM hafi strax gripið til ráðstafana vegna ábendinganna og formannaráð BHM tekið málið í sínar hendur. Friðrik formaður hafi verið haldið utan við vinnslu málsins. „Við nánari könnun fulltrúa Auðnast á vilja þeirra sem komið höfðu fram með ábendingar, og eftir samtöl við málsaðila, var mat Auðnast að málin væru þess eðlis að ekki væri líklegt að þau færu í formlegt ferli. Enn fremur var óháður þriðji aðili fenginn til að fara yfir málið. Niðurstaða þeirrar vinnu var að ekki var talið tilefni til aðgerða. Málinu lauk því í vor,“ segir Þórhildur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var óháði aðilinn ráðgjafafyrirtækið Attentus sem komið hefur að fjölda mála sem snúa að menningu á vinnustöðum landsins. „Enginn þessara óformlegu ábendinga leiddu þannig til formlegs EKKO máls. Þrátt fyrir það þótti formannaráði BHM eðlilegt viðbragð að kanna vinnustaðarmenninguna á breiðum grunni. Því var ákveðið að óháður aðili framkvæmi almenna úttekt á vinnustaðamenningu innan BHM og aðildarfélaga bandalagsins. Sú vinna er yfirstandandi,“ segir í svari Þórhildar. Friðrik tók við sem formaður BHM í maí í fyrra.
Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira