Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:56 Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur verið ráðinn yfir til Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð. Vísir/Baldur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi. Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi.
Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira