Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins vísir/VIlhelm Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Sigurð Inga á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hann teldi ummæli sín á Búnaðarþingi, þar sem hann vísaði til framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem hinnar svörtu, falla undir skilgreiningu laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Hún vísaði til þess að áreitni og hvers kyns mismunun sem tengist kynþætti ætti að falla þar undir. Segja má að svör ráðherrans hafi verið talin nokkuð loðin. „Ég hef beðist afsökunar. Sú afsökunarbeiðni hefur verið meðtekin. Við vorum sammála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði málið hafa tekið á sig og fjölskyldu sína og hafa verið borinn þungum sökum af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna og fjölmiðla - sem hann velti upp hvort tengdust raunverulega ummælunum sem slíkum. „Eða er það bara vegna þess að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir hálfan mánuð og Framsóknarflokkurinn er farinn að taka fylgi af öðrum flokkum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Skýringar ráðherrans hafa lagst illa í þingheim og fór Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, fram á sérstaka umræðu um fundarstjórn forseta vegna svarleysis. „Það er ekki boðlegt að formaður Framsóknarflokksins, hæstvirtur innviðaráðherra, komi hingað upp og segi að honum hafi liðið illa. Um það snýst verkefnið ekki. Við þurfum að ræða hér, sem Alþingi Íslendinga, um hversdagslegan rasisma. Hvernig við bregðumst við og hvernig þessi vinnustaður ætlar að axla þá pólitísku ábyrgð sína að sjá til þess að hver einasti Íslendingur sé velkominn í þessu landi,“ sagði Þórunn. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu hver á fætur öðrum upp í pontu vegna málsins. „Þegar hæstvirtur iðnaðarráðherra fær tækifæri til þess að enduróma afsökunarbeiðni sína til þessa risastóra hóps úr þessum ræðustól Alþingis, þá talar hann um sveitarstjórnarkosningarnar. Þá talar hann um það að þeir sem gagnrýndu orð hans, kölluðu eftir pólitískri ábyrgð, kölluðu eftir virðingu gagnvart fólki sem er af öðrum uppruna, segir hann að við höfum verið að reyna að klekkja á Einari Þorsteinssyni í Reykjavík,“ sagði Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar.
Alþingi Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira