Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Ráðherrum ber ekki saman um hvort þeir hafi verið með efasemdir um útboðið á Íslandsbanka. Innviðaráðherra kennir Bankasýslunni um það sem misfórst og segist svekktur vegna málsins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða.

Þá fylgjumst við með stöðu mála í Úkraínu en Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem voru sett til að styðja Breta í seinni heimsstyrjöldinni síðari til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara.

Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum fyrir tæplega tvö hundruð íbúðir í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Við ræðum við borgarstjóra um málið og verðum í beinni útsendingu frá þrjátíu ára afmælissýningu Sódóma Reykjavík.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×