Formlega var gengið frá ráðningunni í gær en Hlynur mun þó ekki taka við stöðu framkvæmdarstjóra fyrr en 1. október en þá mun Jón S. Helgason hafa gengt starfinu í tíu ár, eða í hámarksráðningartíma framkvæmdastjóra samkvæmt stjórnskipulagi félagsins. Þetta segir í tölvupósti frá stjórnarformanni KPMG til starfsmanna, sem Vísir hefur undir höndum.
Hlynur hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1996 og gengt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir það. Hann hefur meðal annars verið stjórnarformaður og yfirmaður áhættumála félagsins.