Úr uppgjöf í sókn Ómar Már Jónsson skrifar 29. apríl 2022 19:30 Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Eftir tvær vikur standa kjósendur frammi fyrir því að velja hverjir stýra Reykjavíkurborg, móta framtíð hennar og sjá um að þjónusta hinar mismunandi þarfir þeirra sem lifa og starfa í borginni. Mörgum finnst að fjarlægð hafi skapast milli hinna kjörnu fulltrúa og þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Því sé eins og þjónustan og samstarfið við borgina sé hluti af kerfi sem engin veit almennilega hver stýrir. Varla er borgin orðin svo stór að hún rúmi ekki persónulega nánd í samskiptum en stundum virðist sem allt sé á einhverskonar sjálfstýringu. Eftir því sem flokkunum fjölgar í meirihlutasamstarfinu verður óljósara hver ber í raun ábyrgð. Getur verið að stjórnmálamenn hafi gefið frá sér völd og ábyrgð til þess að þurfa ekki að standa við loforð sín? Allir sjá að það gengur ekki, völdum verður að fylgja ábyrgð og stjórnendur borgarinnar geta ekki skýlt sér bak við ferla og nefndir. Stundum finnst manni eins og stjórnendur borgarinnar með borgarstjórann í fararbroddi búi í annarri borg en við hin. Að þeir búi í einhverri draumaveröld þar sem þarf ekki að fást við hversdagsleg atriði eins og ábyrg fjármál, skýra stefnumótun eða styrka og öfluga þjónustu. Þannig er eins og meirihlutinn vilji að borgin stýri borgarbúum í stað þess að hún sé fyrir borgarbúa. Margir eru búnir að gefast upp og nálgast stjórnmál eins og þeir geti í raun engu breytt, þetta sé allt á sjálfstýringu. Við séum dæmd til að bíða eftir borgarlínu, Sundabraut, Þjóðarleikvangi, Þjóðarhöll, lausn á húsnæðisvanda borgarbúa, mislægum gatnamótum, umferðarstokkum, nýjum Landspítala eða öllu því sem hefur verið lofað en skilar sér ekki. Getur verið að eitthvað sé athugavert við ákvarðanatöku og stefnumótun í borg þar sem svona er ástatt? Verst er ef kjósendur gefast upp, upplifa að það sé ekki hægt að breyta um kúrs eða stjórnendur. Þá hefur eitthvað brugðist hjá okkur stjórnmálamönnum. Við heyrum að fjölskyldufólk leitar til nágrannasveitarfélaganna, sér ekki að það verði hentugt húsnæði hér Reykjavík í bráð. Fyrirtækin elta fólkið og hagstæðara og betra umhverfi fyrir rekstur sinn. Hefur þetta fólk misst trúna á því að Reykjavíkurborg eins og hún er í dag geti uppfyllt þarfir þess og langanir? Það er eðlilegt að ég sé spurður hvort ég geti breytt einhverju? Jú, því er til að svara, að ég stend ekki einn að þessu framboði. Ég er með sterkan hóp fólks sem býður sig fram með mér. Fólks sem brennur fyrir málefnum borgarinnar og þekkir hana frá ótal hliðum. Við teljum að sum málefnin séu einföld í framkvæmd en önnur erfiðari. Við ætlum að stokka upp í borgarkerfinu og fækka þar fólki. Það munum við gera markvisst til að ná fram hagræðingu um leið og við aukum afköst. Við ætlum að lækka skuldir eða réttara sagt; við verðum að lækka skuldir ef ekki á að fara illa. Bókhaldsbrellur duga ekki til að fela þá staðreynd. Það verður líka að spyrja gagnrýnna spurninga um nauðsyn verkefna sem eru í gangi, gæluverkefna meirihlutans. Við munum stöðva þau áform sem nú eru í gangi um borgarlínu og færa til áherslur því nauðsynlegt er að koma af stað öflugri uppbyggingu húsnæðis í borginni. Samhliða munum við bjóða borgarbúum að nýta þá samgöngumáta sem þeir sjálfir kjósa með skynsamlegri uppbyggingu nauðsynlegra innviða. Með ykkar stuðningi get ég tekið við stýrinu og fært okkur frá sjálfstýrði kerfisvæðingu til stýrðrar þjónustu fyrir alla. En fyrst of fremst vill ég efla þor og vilja borgarbúa til góðra verka. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar