Viðskipti

Sólar flutt í Hafnarfjörð

Árni Sæberg skrifar
Sólar er nú til húsa í Hafnarfirði.
Sólar er nú til húsa í Hafnarfirði. Aðsend

Ræstingarfyrirtækið Sólar ehf. hefur flutt höfuðstöðvar sínar í gömlu póstdreifingarmiðstöðina að Dalshrauni 6 í Hafnarfirði.

Hjá fyrirtækinu, sem er það annað stærsta sinnar tegundar á landinu, starfa um 400 manns en Sólar var fyrst íslenskra ræstingarfyrirtækja til að verða Svansvottað og vinnur starfsfólkið markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum við alla vinnu. Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar, segir að ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu til að aðlaga það sem best að starfsemi fyrirtækisins.

„Húsnæðið er sérhannað fyrir reksturinn eftir að ráðist var í mikla greiningarvinnu á þörfum hverrar deildar fyrir sig. Skrifstofuaðstaðan er mun betri en við höfum áður kynnst og var lögð mikil áhersla á funda- og næðisrýmin, sem eru alls níu talsins. Til að auka vellíðan og gera vinnuumhverfið sem náttúrulegast er mikið um gróður í höfuðstöðvunum en við hjá Sólar trúum því að gróður

Sólar ehf. hefur verið starfrækt frá árinu 2002 en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru Reitir, Tækniskólinn og Pósturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×