Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira