Byggjum upp atvinnulífskjarna í Reykjanesbæ Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2022 18:01 Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík sumarið 2018 skömmu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Eitt af síðustu verkunum á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum þá var einmitt að kjósa. Þegar við komum til Reykjanesbæjar blasti enn við kynningarefni Framsóknar fyrir kosningarnar. Brosmild og einbeitt andlit frambjóðenda horfðu til mín undir slagorðinu: „Við getum gert það!“ Ekki datt mér í hug þá að tæpum fjórum árum síðar yrði mér boðið að taka sæti á lista með þessu sama fólki og fleiri öflugum fulltrúum Framsóknar í Reykjanesbæ. Þegar leitað var til mín fyrr í vetur spurði ég mig að tvennu: Hvað hef ég lært af því að búa í Reykjanesbæ og hvað hef ég fram að færa til starfa fyrir sveitarfélagið? Kröftugt og fjölbreytt atvinnulíf Þegar ég flutti til Reykjanesbæjar vann ég á útvarpsstöðinni K100 og síðar sem fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. Ég fjallaði um málefni Reykjanesbæjar og kynntist öflugu atvinnulífi við Keflavíkurflugvöll sem getur að sama skapi verið viðkvæmt, samanber áhrifin af falli flugfélagsins WOW air og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í málefnaskrá Framsóknar á nýjum vef okkar www.framsoknrnb.is kemur fram að við viljum styrkja tengslin við sjávarútveginn með landeldi á Reykjanesi og tryggja að Njarðvíkurhöfn verði nýtt enn frekar til viðhalds skipaflota landsins. Þá umræðu þekki ég vel frá Eyjum þar sem skipalyfta er of lítil fyrir stærstu skip flotans. Atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ Ég mun leggja áherslu á að atvinnulífskjarni í Reykjanesbæ verði að veruleika. Ég hef verið mjög spenntur fyrir slíkum hugmyndum frá árinu 2008 þegar ég flutti aftur til Vestmannaeyja eftir tölvunarfræðinám í Danmörku. Undanfarin ár hef ég fylgst með umræðu um nýsköpunarsetur, skrifstofuhótel og ýmsa möguleika við tæknistörf á landsbyggðinni. Eftir Covid-faraldurinn eru störf án staðsetningar skyndilega orðin algengari en áður. Atvinnulífskjarni í heimabyggð styður við einstaklinga sem vinna fjarri vinnustaðnum að hluta. Sjálfur vinn ég fyrir hugbúnaðardeild Marel, ýmist í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ eða að heiman. Aftur vísa ég til frambjóðenda Framsóknar á auglýsingaskiltunum í Reykjanesbæ sumarið 2018 og slagorðsins: „Mengandi stóriðju burt!“ Margt hefur áunnist varðandi kísilverið í Helguvík á yfirstandandi kjörtímabili en málinu er ekki lokið. Framsókn í Reykjanesbæ vill enga mengandi stóriðju í Helguvík. Gerum gott samfélag enn betra. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar