Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að níu Íslendingum hefur nú verið bannað að koma til Rússlands. Utanríkisráðherra segir þetta ekki koma á óvart.

Við fylgjumst með kosningabaráttunni á Ísafirði í fréttatímanum og hvað brennur heitast á bæjarbúum. Fjórða laugardaginn í röð var mótmælt á Austurvelli í dag. Við heyrum í mótmælendum í fréttatímanum. 

Við segjum frá því að töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart. 

Slasaðir og veikir bangsar fengu aðhlynningu á heilsugæslustöðvum í dag og við fengum að fylgjast með og heimsóttum Mjaldrasysturnar í Vestmannaeyjum sem eru við hestaheilsu. Þá verðum við í beinni útsendingu að Skrauthólum þar sem níðstöng var reist í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×