Vaktin: Um hundrað almennir borgarar verið fluttir úr Azovstal-stálverinu Árni Sæberg, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. maí 2022 07:40 Úkraínuforseti sagði í dag að hundrað manna hópur væri á leið frá Azovstal-stálverinu í Maríupol á svæði undir stjórn Úkraínumanna. Ap Forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að landið yrði frjálst. Allar borgir þess sem Rússar þykist ráða ríkjum í verði frelsaðar og fáni Úkraínu verði dreginn að húni þar á ný. Borgarstjóri Mariupol tilkynnti í gær að tuttugu þúsund almennir borgarar hefðu verið drepnir frá upphafi innrásar Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Svo virðist sem Úkraínumenn hafi náð að hindra sókn Rússa í austri í baráttu sunnan við borgina Izyum. Tekist hefur að rýma fólk úr stálverinu í Maríupól. Selenskí forseti sagði frá því að 100 manns hefðu komist þaðan fyrr í dag og svo 80 manns nú seinni partinn, þar á meðal konur og börn. Samkvæmt Reuters gæti rýming frá borginni Maríupól átt sér stað í dag en embættismenn hafa sagt íbúum sem vilja komast til borgarinnar Zaporizhzhia að safnast saman seinni partinn í dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hitti Vólódímír Selenskí í Úkraínu í dag en hún er hæstsetti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsótt hefur Úkraínu síðan stríðið hófst. Vadym Boychenko, borgarstjóri Mariupol, segir Rússa hafa drepið tuttugu þúsund almenna borgara í borginni á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá upphafi innrásar þeirra. Til samanburðar nefndi hann að nasistar hefðu drepið tíu þúsund manns á þeim tveimur árum sem þeir réðu yfirráðum í borginni í seinni heimstyrjöldinni. Tuttugu særðum Úkraínumönnum tókst að flýja Azovstal-stálverið í Mariupol, sem Rússar hafa setið um síðan um miðjan apríl. Gervihnattamyndir sýna að verið er nánast allt að hruni komið. Talið er að fólkið fari til borgarinnar Zaporizhzhia, þar sem íbúar Mariupol hafa leitað skjóls í nokkrum mæli. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira