Týndi formaðurinn og 2F Guðni Þór Elísson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 1. maí 2022 21:30 Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar