Týndi formaðurinn og 2F Guðni Þór Elísson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 1. maí 2022 21:30 Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hvenær hættir stéttarfélag að hugsa um hag allra sinna félagsmanna og stundar að mismuna félagsmönnum? Í VM í dag eru ólíkir hópar starfsstétta í einu og sama stéttarfélagi en VM er því miður slæmt dæmi um þannig stéttarfélag. Þar er okkur vélstjórum á sjó mismunað t.d. gagnvart kjörgengi og kjarasamningum. Týndi formaðurinn og kjarasvið félagsins virðast ekki geta klárað kjarasamning fyrir þennan hóp félagsmanna sinna og til að snúa sig út úr klúðrinu er félagið sameinað öðru félagi sem heitir 2F, og kjarasviðið hjá VM flutt í það! Það er búið að flytja aðra lykilstarfsemi stéttafélagsins VM einnig í þetta leynifélag 2F. En umhugsunarefni mitt er að þetta var gert allt án samþykkis félagsmanna. Bæði formaður og stjórn félagsins voru að leynimakka þetta í nokkra mánuði, ekkert mátti fréttast, félagsmenn voru ekki upplýstir um neitt fyrr en eftir að sameiningin hafði farið fram. Þetta er jafnframt brot á lögum stéttarfélagsins VM en það er einhvern veginn þannig að týnda formanninum finnst það í lagi að fara ekki að lögum þess félags sem hann er í forsvari fyrir. Þetta er því miður ekki það eina sem er að, heldur óeðlilegar fjármunafærslur án heimilda eftir samþykktum frá aðalfundi sem var 70 milljónir eru orðnar umtalsvert hærri. Talan er nálægt 400 milljónum en sundurliðunin liggur fyrir á skjali frá endurskoðanda frá aðalfundi 2022. Þetta er eingöngu vegna færslu á skrifstofu félagsins. Ég sem félagsmaður í VM tel þetta einræðistilburði hjá týnda formanninum og stjórninni sem studdi hann, öll þau lög sem hann braut voru mörg með þessum fjármunatilfærslum. Þessi algjöra hundsun og vanvirðing á lögum félagsins hæfir ekki formanni stéttarfélags og er í raun lögreglumál. Ég tala um týnda formanninn en þannig upplifum við stór hluti félagsmanna stöðuna í dag, en þá aðallega við vélstjórar á sjó, að stéttarfélagið VM sé klofið. Það er engin virðing fyrir lögum félagsins um meðferð fjármuna, ákvarðanir eru teknar ólýðræðislega og hinn almenni félagsmaður ekki upplýstur. Það eru búnar til ofurlaunastöður, framkvæmdastjóri og forstöðumaður ráðin í leynifélagið 2F sem á að sjá um lykilstarfsemi eins og kjaramál VM? Til hvers veit ég ekki en það er auðvelt að sjá að þetta hefur aukin kostnað við rekstur stéttarfélagsins VM. En eitt það kjánalegasta við þessa sameiningu er að það er farið í þessa vegferð án þess að fjárskuldbindingaáætlun eða rekstraráætlun liggi fyrir, þetta er í raun samningur og uppáskrift á óútfylltan tékka. Týndi formaðurinn passar sig á því að segja sem minnst, það gæti verið að hann segði óvart of mikið. Ég get imprað á öðru sem reynt er að fara leynt með líka en það er ofurlaunastefna á launakjörum formanns VM. Sú tala er í dag opinber og var birt á síðasta aðalfundi í skýrslu endurskoðanda félagsins, en það má segja það að launakjör formanns í dag séu allt of há miðað við vinnuframlag þar sem stór hluti af hans vinnuframlagi er nú í höndum starfsmanna 2F. Launakjörin eru einnig of há í samanburði við laun annara formanna stéttarfélaga á Íslandi. Sannleikurinn er oft sárastur. Höfundar eru félagsmenn í VM og eru vélstjórar á sjó.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun