Brauð og kökur – Bjarni og Katrín Ellen Calmon skrifar 1. maí 2022 22:00 Hjartanlega til hamingju með daginn allt launafólk! Í dag var miðborgin full af baráttuglöðu fólki sem er gleðilegt. Það er gleðilegt að fólk geti aftur komið saman og gleðilegt að í brjósti fólks brennur enn baráttueldur fyrir bættum kjörum og betra samfélagi. Þrátt fyrir síendurtekin vonbrigði með ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í þágu hinna efnameiri. Hjartað í jafnaðarstefnunni Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Ég hef velt því fyrir mér af hverju ég fór í pólitík – og hef þá velt fyrir mér hægrinu og vinstrinu eða jafnaðarstefnunni í því samhengi. Við, á jafnaðarlínunni - erum gjarnan upptekin af velferðarmálum, menntamálum, kjaramálum, jafnrétti og mannréttindum. Okkur brennur eldur í brjósti fyrir betra samfélagi þar sem fólk býr við jöfn kjör og hefur jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum, greiða skatta svo börnin okkar hafi jöfn tækifæri til náms og tómstunda. Greiða skatta svo örorkulífeyrisþegar og eldri borgarar geti lifað mannsæmandi lífi. Við viljum styrka inniviði samfélagsins og iðka mannréttindi með velferð og jöfnuð að leiðarljósi.Við viljum öfluga heilbrigðisþjónustu, við viljum að öll eigi þak yfir höfuðið og hafi mat á borðum. Við viljum kerfi sem virka fyrir fólkið en ekki kerfi fyrir kerfi eða kerfiskarla- og kerlingar. Þannig er okkar „core“. „Core“ er svo gott orð finnst mér, því það er miðjan í okkur – og svo líkist það franska orðinu „coeur“ sem þýðir hjarta. Við höfum mörg hver upplifað sitthvað á lífsleiðinni sem gerir það að verkum að við förum að skipta okkur af stjórnmálum jafnaðarmennskunnar. Ég veit ekki hvað það var nákvæmlega hjá mér, kannski það að vera uppalin í Breiðholtinu, verandi hálf frönsk, eigandi eina útlenska pabbann í botnlanganum, þar sem hrópað var að mér „Ellen, franska kartafla!“ Það var nefnilega á þeim tíma sem ekki voru mjög margir innflytjendur á Íslandi. Það var sérstakt að vera innflytjandi og að vera barn innflytjanda. Það var öðruvísi. Eða kannski fór ég í stjórnmál eftir að hafa orðið vitni að skelfilegum mannréttindabrotum þegar ég starfaði sem flugfreyja í Asíu og Afríku. Þar sem ég varð vitni að því að fólki var neitað um læknisþjónustu. Ég flutti farþega frá Kongó til Brusssel og aftur til baka veikt og illa burða. Því hafði ekki verið veitt nauðsynleg læknisþjónusta í Evrópulandinu. Bjarni og Katrín vilja ekki skerða sérréttindi aðalsins Jafnaðarfólk vill vel fyrir heildina, fólkið, samfélagið, þar sem við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum til að tryggja jöfn kjör og jafnt aðgengi. Engin skal skilin eftir. Á meðan ég upplifi hægrið sem oftast situr við kökuborðið hafa það helst að stefnu að reyna að næla sér í stærri kökubita fyrir sig og sína. „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ eru fræg ummæli Marie Antoinette, drottningar Loðvíks Frakkakonungs 16. þegar banhungraður almenningur bað um brauð og bætt kjör. Hún var fædd og alin upp í ríkidæmi og var því skilningslítil hvað fátækt snerti og almennt efnahagslega erfiðleika. Marie Antoinette hafði mikil pólitísk áhrif og stóð meðal annars gegn skerðingu á sérréttindum aðalsins sem mætti stöðugt vaxandi óvild þegna Frakklands. Hún var fangelsuð 1792 eftir frönsku byltinguna. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Það er óhjákvæmilegt annað en að skynja að stefna ríkisstjórnar þeirra Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur sé í ætt við pólitíska stefnu Marie Antoinette. Þau hafa lagt sig fram um að skerða ekki sérréttindi ríka fólksins, aðalsins. Aðall nútímans er hægt að kalla fjárfesta, jafnvel fagfjárfesta, kvótaeigendur eða bara pabba. Þau keppast við að tryggja að aðallinn þurfi ekki að bera neitt annað á borð sín nema kökur. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Mikilvægt að jafnaðarfólk stýri sveitarfélögum Nú horfum við fram á enn eitt kjörtímabilið þar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins ræður ríkjum. Verðbólga fer vaxandi og þar með hækkun á nauðsynjavörum, matvælum og húsnæðislánum. Meiri einkavæðing og enn og aftur færast fjármunir og eignir á færri hendur. Ríkir verða ríkari og fátækt fólk verður fátækara og erfiðara verður að draga lífið fram í verðbólgu og vaxtahækkunum. Við eigum líka eftir að sjá afleiðingar COVID19 birtast á næstu misserum þar sem vanlíðan fólks og eftirköst eiga eftir að koma í ljós, ekki síst hjá börnum og ungmennum. Því er svo gríðarlega mikilvægt að jafnaðarfólk sé við völd í sveitarfélögunum þar sem nærþjónustan fer fram. Við þurfum að vera reiðubúin að grípa börnin, grípa fólkið okkar. Við, jafnaðarfólk, eigum rætur okkar í verkalýðshreyfingunni sem þarf á stuðningi að halda nú sem aldrei fyrr, því nú talar, teymi Marie Antoinette, ríkisstjórnar Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur enn og aftur fyrir því að ekki eru til fjármunir til að tryggja fólki brauð – enn og aftur er ekki hægt að hækka laun þeirra sem minnst hafa, hvað þá lífeyri! Senn líður að sveitastjórnarkosningum og með þessa ríkisstjórn við völd er enn mikilvægara en áður að jafnaðarfólk veljist í sveitastjórnir um land allt. Fylgjum hjarta jafnaðarmennskunnar og tryggjum að öll eigi brauð á borðum og hafi efni á kökum ef vill. Snúum bökum saman og kjósum rétt fyrir fólkið í landinu. Setjum X við S. Nú er hægt að kjósa utankjörfundar í Reykjavík á 2. hæð í Holtagörðum á milli kl. 10 og 20 alla daga vikunnar. Höfundur er forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og borgarfulltrúi sem skipar 9. sætið á lista Samfylkingarinnar til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Ellen Jacqueline Calmon Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hjartanlega til hamingju með daginn allt launafólk! Í dag var miðborgin full af baráttuglöðu fólki sem er gleðilegt. Það er gleðilegt að fólk geti aftur komið saman og gleðilegt að í brjósti fólks brennur enn baráttueldur fyrir bættum kjörum og betra samfélagi. Þrátt fyrir síendurtekin vonbrigði með ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í þágu hinna efnameiri. Hjartað í jafnaðarstefnunni Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Ég hef velt því fyrir mér af hverju ég fór í pólitík – og hef þá velt fyrir mér hægrinu og vinstrinu eða jafnaðarstefnunni í því samhengi. Við, á jafnaðarlínunni - erum gjarnan upptekin af velferðarmálum, menntamálum, kjaramálum, jafnrétti og mannréttindum. Okkur brennur eldur í brjósti fyrir betra samfélagi þar sem fólk býr við jöfn kjör og hefur jöfn tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum, greiða skatta svo börnin okkar hafi jöfn tækifæri til náms og tómstunda. Greiða skatta svo örorkulífeyrisþegar og eldri borgarar geti lifað mannsæmandi lífi. Við viljum styrka inniviði samfélagsins og iðka mannréttindi með velferð og jöfnuð að leiðarljósi.Við viljum öfluga heilbrigðisþjónustu, við viljum að öll eigi þak yfir höfuðið og hafi mat á borðum. Við viljum kerfi sem virka fyrir fólkið en ekki kerfi fyrir kerfi eða kerfiskarla- og kerlingar. Þannig er okkar „core“. „Core“ er svo gott orð finnst mér, því það er miðjan í okkur – og svo líkist það franska orðinu „coeur“ sem þýðir hjarta. Við höfum mörg hver upplifað sitthvað á lífsleiðinni sem gerir það að verkum að við förum að skipta okkur af stjórnmálum jafnaðarmennskunnar. Ég veit ekki hvað það var nákvæmlega hjá mér, kannski það að vera uppalin í Breiðholtinu, verandi hálf frönsk, eigandi eina útlenska pabbann í botnlanganum, þar sem hrópað var að mér „Ellen, franska kartafla!“ Það var nefnilega á þeim tíma sem ekki voru mjög margir innflytjendur á Íslandi. Það var sérstakt að vera innflytjandi og að vera barn innflytjanda. Það var öðruvísi. Eða kannski fór ég í stjórnmál eftir að hafa orðið vitni að skelfilegum mannréttindabrotum þegar ég starfaði sem flugfreyja í Asíu og Afríku. Þar sem ég varð vitni að því að fólki var neitað um læknisþjónustu. Ég flutti farþega frá Kongó til Brusssel og aftur til baka veikt og illa burða. Því hafði ekki verið veitt nauðsynleg læknisþjónusta í Evrópulandinu. Bjarni og Katrín vilja ekki skerða sérréttindi aðalsins Jafnaðarfólk vill vel fyrir heildina, fólkið, samfélagið, þar sem við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum til að tryggja jöfn kjör og jafnt aðgengi. Engin skal skilin eftir. Á meðan ég upplifi hægrið sem oftast situr við kökuborðið hafa það helst að stefnu að reyna að næla sér í stærri kökubita fyrir sig og sína. „Af hverju borða þau ekki bara kökur?“ eru fræg ummæli Marie Antoinette, drottningar Loðvíks Frakkakonungs 16. þegar banhungraður almenningur bað um brauð og bætt kjör. Hún var fædd og alin upp í ríkidæmi og var því skilningslítil hvað fátækt snerti og almennt efnahagslega erfiðleika. Marie Antoinette hafði mikil pólitísk áhrif og stóð meðal annars gegn skerðingu á sérréttindum aðalsins sem mætti stöðugt vaxandi óvild þegna Frakklands. Hún var fangelsuð 1792 eftir frönsku byltinguna. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Það er óhjákvæmilegt annað en að skynja að stefna ríkisstjórnar þeirra Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur sé í ætt við pólitíska stefnu Marie Antoinette. Þau hafa lagt sig fram um að skerða ekki sérréttindi ríka fólksins, aðalsins. Aðall nútímans er hægt að kalla fjárfesta, jafnvel fagfjárfesta, kvótaeigendur eða bara pabba. Þau keppast við að tryggja að aðallinn þurfi ekki að bera neitt annað á borð sín nema kökur. Af hverju að biðja um brauð þegar hægt er að borða kökur? Mikilvægt að jafnaðarfólk stýri sveitarfélögum Nú horfum við fram á enn eitt kjörtímabilið þar sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins ræður ríkjum. Verðbólga fer vaxandi og þar með hækkun á nauðsynjavörum, matvælum og húsnæðislánum. Meiri einkavæðing og enn og aftur færast fjármunir og eignir á færri hendur. Ríkir verða ríkari og fátækt fólk verður fátækara og erfiðara verður að draga lífið fram í verðbólgu og vaxtahækkunum. Við eigum líka eftir að sjá afleiðingar COVID19 birtast á næstu misserum þar sem vanlíðan fólks og eftirköst eiga eftir að koma í ljós, ekki síst hjá börnum og ungmennum. Því er svo gríðarlega mikilvægt að jafnaðarfólk sé við völd í sveitarfélögunum þar sem nærþjónustan fer fram. Við þurfum að vera reiðubúin að grípa börnin, grípa fólkið okkar. Við, jafnaðarfólk, eigum rætur okkar í verkalýðshreyfingunni sem þarf á stuðningi að halda nú sem aldrei fyrr, því nú talar, teymi Marie Antoinette, ríkisstjórnar Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur enn og aftur fyrir því að ekki eru til fjármunir til að tryggja fólki brauð – enn og aftur er ekki hægt að hækka laun þeirra sem minnst hafa, hvað þá lífeyri! Senn líður að sveitastjórnarkosningum og með þessa ríkisstjórn við völd er enn mikilvægara en áður að jafnaðarfólk veljist í sveitastjórnir um land allt. Fylgjum hjarta jafnaðarmennskunnar og tryggjum að öll eigi brauð á borðum og hafi efni á kökum ef vill. Snúum bökum saman og kjósum rétt fyrir fólkið í landinu. Setjum X við S. Nú er hægt að kjósa utankjörfundar í Reykjavík á 2. hæð í Holtagörðum á milli kl. 10 og 20 alla daga vikunnar. Höfundur er forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og borgarfulltrúi sem skipar 9. sætið á lista Samfylkingarinnar til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun