Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 07:39 Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr Kringlunni 1 vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent