Skammtíma lækkanir á VSK slæmar fyrir neytendur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. maí 2022 09:15 Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Svandís Svafarsdóttir matvælaráðherra hefur sagt að það komi til greina að fella tímabundið niður virðisaukaskatt (VSK) af matvælum vegna mikilla verðhækkana. Hugmyndin er ekki sér íslensk hagfræði heldur er hún komin erlendis frá, en það þýðir ekki þar með að hún sé góð hagfræði. Rannsóknir sýna nefnilega að slíkar skammtíma lækkanir á VSK eru líklegar til að koma í bakið á neytendum. Ætlunin með því að lækka VSK tímabundið er að lækka vöruverð og þannig aðstoða neytendur. Þar sem efnaminna fólk eyðir stærri hluta tekna sinna í neyslu en þeir efnameiri þá mætti ætla að slík lækkun fæli í sér meiri skattalækkun handa efnaminni, sem er gott mál að mínu mati. Hinsvegar sýna rannsóknir að verðlag bregst ekki eins við hækkunum og lækkunum á VSK. Raunin er sú að verðlag hækkar meira þegar að VSK er hækkaður heldur en þegar hann er lækkaður. Í einföldu máli þýðir það að verslunarmenn hækka verð hjá sér á sama tíma og VSK er lækkaður svo að niðurstaðan fyrir neytendur er sú að verð lækkar minna en við hefði mátt búast. Á sama tíma fær verslunarmaðurinn meira í vasann. Hinsvegar ef VSK er hækkaður þá gildir annað lögmál og mun stærri hluti væntrar verðhækkunar skilar sér út í verðlagið. Loka niðurstaðan á slíkum upp og niður sveiflum kann því að vera óhagstæð fyrir neytendur. Tökum sýnidæmi með tölum: Vara er seld á 100kr, en með 10% VSK kostar hún 110kr út úr búð. Nú er VSK lækkaður í 5%. Vonin er að varan kosti nú 105kr út úr búð og neytandinn spari 5kr. Raunin er þó líklega önnur. Segjum hér að verð hækki í 102kr og því kosti varan nú 107,1kr út úr búð. Sparnaður neytandans er því 2,9kr, verslunarmaðurinn hagnast um 2kr og ríkið tapar 4,9kr af skatttekjum (frá VSK 10kr í VSK 5,1kr). Síðar er VSK aftur hækkaður í 10%. Nú er líklegt að verslunarmaðurinn reyni að halda verðinu kyrru í 102kr og velta öllum VSK yfir í verðlagið, svo varan kostar því nú 112,1kr. Tölurnar í dæminu er skáldaðar en hinsvegar er það stutt af rannsóknum að áhrif VSK breytinga eru á þá leið sem dæmið lýsir. Í millibilinu þegar VSK er lækkaður missir ríkið af VSK tekjum til jafns við skattalækkunina. Hinsvegar fer skattalækkunin ekki öll til neytendans eins og ætlunin var heldur einnig að talsverðu leiti í vasa kaupmannsins. Því er lækkunin á VSK ekki mjög hagkvæm leið til að styrkja neytendur. Þegar yfirlíkur og VSK er kominn í fyrra horf eru svo miklar líkur á því að verðlag hafi hækkað frá því sem áður var. Sú hækkun verður neytendum ekki í vil en verslunarmenn munu hinsvegar hafa náð að vænka hag sinn, fyrst á kostnað skatttekna ríkissins og síðar á kostnað neytenda. Því kann það að vera skammgóður vermir að lækka VSK tímabundið sé ætlunin að aðstoða neytendur. Nær væri að marka fasta stefnu í VSK málum og aðstoða neytendur með öðrum máta. Höfundur er doktorsnemi í hagfræði.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar