Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2022 10:29 Ingólfur punktar hjá sér á meðan Sindri ræðir við blaðamann. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummæli Sindra sem tekist er á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Ingólfur við hlið Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns sem gætir hagsmuna hans í málinu.Vísir/Vilhelm Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs sagði í greinargerð sinni að ummælin væru klárt brot á hegningarlögum enda væru þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Ingólfur Þórarinsson í dómsal. Kjartan Björgvinsson dómari í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Aðalmeðferðin hófst klukkan tíu og er reiknað með að hún standi til klukkan 14 miðað við dagskrána á vefsíðu héraðsdóms. Dómsmál Samfélagsmiðlar Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 „Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Ingólfur krefst þess að fimm ummæli Sindra um sig verði dæmd dauð og ómerk. Þá krefst hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beinast öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummæli Sindra sem tekist er á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Ummælin voru flest birt á Twitter-síðu Sindra Þórs en einhver voru skrifuð í athugasemdakerfi Vísis og síðar endurbirt á Twitter. Ingólfur við hlið Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns sem gætir hagsmuna hans í málinu.Vísir/Vilhelm Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs sagði í greinargerð sinni að ummælin væru klárt brot á hegningarlögum enda væru þau ærumeiðandi. Í stefnu Ingólfs segir að ekkert bendi til þess að Ingólfur hafi framið refsiverð brot enda sé hann með hreinan sakaferil. Þá hafi ekkert barn eða foreldri barns sakað hann um brot gegn barni. Ingólfur Þórarinsson í dómsal. Kjartan Björgvinsson dómari í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Aðalmeðferðin hófst klukkan tíu og er reiknað með að hún standi til klukkan 14 miðað við dagskrána á vefsíðu héraðsdóms.
Ummæli Sindra sem tekist er á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Samfélagsmiðlar Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 „Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21
Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03
„Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“ Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku. 5. janúar 2022 20:07