Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, fagna þýska meistaratitlinum síðasta vor. instagram-síða karólínu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“ Þýski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“
Þýski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira