Innlent

Bein útsending: Fulltrúar í borginni takast á um leigjendamál

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hagsmunir leigjenda verða til umræðu í dag.
Hagsmunir leigjenda verða til umræðu í dag. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnakosningum boða til umræðna um hagsmuni leigjenda í höfuðborginni. Sýnt verður beint frá umræðunum á Facebook.

„Öruggt húsnæði á sanngjörnu verði er undirstaða velferðar leigjenda. Hvernig tryggjum við þá velferð, núna og til framtíðar? Sveitarfélögin eiga skv. 14. grein laga um húsnæðismál „að leysa úr húsnæðisþörf einstaklinga í sveitarfélaginu“.

Leigjendasamtökin ætla að ræða við frambjóðendur um hvernig tryggja má velferð fólks á leigumarkaði, nægt framboð á húsnæði, sanngjarna húsaleigu, öryggi leigjenda og réttindi þeirra.

Fundinum er streymt og má sjá streymið hér að neðan þegar það verður aðgengilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×