Hinn 33 ára gamli línumaður lék allan sinn feril með Val hér á landi ef frá er tekið stutt stopp með Viborg í Danmörku.
Hann var valinn íþróttamaður Vals árið 2017 er Valsmenn unnu tvöfalt. Þá var Orri Freyr einn albesti varnarmaður Olís-deildarinnar áður en skórnir fóru á hilluna.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten en liðið endaði sem deildarmeistari í Sviss á yfirstandandi leiktíð.
Um er að ræða stærsta lið Sviss en félagið hefur orðið landsmeistari alls 11 sinnum og bikarmeistari níu sinnum.