Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík” Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2022 20:45 Nökkvi Þeyr var hetja KA í kvöld. Vísir/Vilhelm Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins. Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Hvernig er tilfinningin strax eftir leik? „Hún er ekkert eðlilega sæt, þetta var náttúrulega mikil dramatík í lokin, við fáum víti og ég skora naumlega úr því og svo bara liggur við á lokamínútunni þá setjum við þriðja markið eftir að hafa verið undir allan seinni hálfleikinn og þetta var nú ekki okkar besti leikur en þrjú ekkert smá mikilvæg stig.” KA gerði oftar en einu sinni tilkall til vítaspyrnu áður en þeir fengu loksins eina slíka dæmda. Nökkva fannst jafnvel hafa verið hægt að dæma fleiri víti í leiknum. „Mér fannst eitt þeirra vera víti en hin tvö voru svona pínu soft þannig ég skil alveg að það hafi ekki verið dæmt en allavega eitt þeirra í fyrri hálfleik þegar Grímsi (Hallgrímur Mar) er á undan markmanninum í boltann þá fannst mér það vera víti en annars mjög vel dæmdur leikur.” Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, var í boltanum þegar Nökkvi skoraði úr vítinu og segir Nökkvi þetta alls ekki hafa verið besta vítið hans á ferlinum. „Ég viðurkenni að ég hef tekið betri víti og þegar ég sá að Sindri var í boltanum þá fékk ég smá aukaslag en þegar ég sá hann inni, það var ljúft. Þónokkur víti fóru forgörðum hjá KA á síðasta tímabili þar sem nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig á punktinum. Var búið að ákveða fyrir leik að Nökkvi væri vítaskytta liðsins? „Við vorum búnir að ræða um að ég myndi taka víti ef til þess kæmi og ég bara steig upp og sem betur fer skilaði það sér en ég ætla að æfa þetta aðeins betur fyrir næsta leik, ég vona að það verði ekki jafn lélegt.” „Mér líður alveg ofboðslega vel á Dalvík og það er alveg ofboðslega gaman að spila hérna, þetta er einn besti völlur á landinu og veðrið hefur ekki ennþá svikið okkur hérna og heimamenn frábærir þannig að mér líður mjög vel hérna,” sagði hinn skælbrosandi Nökkvi að lökum aðspurður hvernig honum líði með að spila í sínum heimabæ. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira