Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2022 15:29 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17
Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31