#íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Elísabet Hanna skrifar 4. maí 2022 23:41 Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir. Anna Kristín Óskarsdóttir Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. Hver ert þú sem hönnuður? Ég hanna hversdagsklæðnað eða „streetwear". Ég byrjaði námið mitt sem fatahönnuður hér heima í Listaháskólanum en þá var námið mjög nýtt á nálinni. Stefnan sem kennaranir aðhylltust á þeim tíma var hátíska en það hentaði mér alls ekki. Það var ekki fyrr en ég fór í skiptinám til Amsteram í Gerrit Rieteld skólann sem ég fann mig sem hönnuðinn sem ég er og hef hingað til verið. Ég hanna föt sem henta hvaða tilefni sem er í rauninni, þú getur oft á tíðum verið í sömu flíkinni heima í sófanum, á skíðum eða í brúðkaupi…fer eftir því hvernig þú notar hana. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvaða flík valdir þú fyrir verkefnið? Ég valdi að kynna nýjustu peysuna sem ég hef hannað undir merkinu mínu „Bið að heilsa niðrí Slipp“ eða BAHNS. Hún heitir WATSON eftir hinni frægu áströlsku siglingakonu Jessica Watson. En hún afrekaði það, sextán ára gömul, að sigla ein í 210 daga, hringinn í kringum hnöttinn. Þessi peysa er fyrsta opna peysan sem ég hanna fyrir merkið en það er svokallað „slow fashion” eða „heritage” merki og lýtur ekki lögmálum tískustraumanna heldur geri ég það sem mér sýnist, þegar merkinu hentar. Nú var kominn tími fyrir fyrstu opnu peysuna, en BAHNS hefur verið við lýði síðan árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvernig var ferlið að hanna flíkina? Einfalt ferli, satt best að segja. Ég er lengi búin að vita að tíminn á opna peysu væri kominn hjá BAHNS. Svo bara beið ég þar til ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu, teiknaði hana upp og sendi á verksmiðjuna. Ég er bara búin að þurfa tvö sýnishorn af henni til að hafa hana rétta, svo vel og lengi lét ég hana malla í höfðinu. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvenær byrjaðir þú að hanna föt? Ef systir mín fengi að svara þessari spurningu þá myndi hún segja frá ellefu ára aldri þar sem ég byrjaði að sauma og prjóna á mig örugglega í kringum þann aldur. Hékk oft í Merkt í Mjóddinni og prentaði á boli sem ég hafði sjálf saumað en mitt svar yrði árið 2008. Þegar ég varð aðstoðarhönnuður brettamerkisins NIKITA, þá fyrst byrjaði ég að hanna föt. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvaða þrjú orð lýsa þínum stíl? Þægilegur, litríkur og einfaldur. Veistu hver hannaði þína flík?Anna Kristín Óskarsdóttir. Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík. Íslensk flík HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31 Erlendir gestir streyma til landsins vegna HönnunarMars Fjöldi erlendra ferðamanna og gesta eru á landinu um helgina vegna HönnunarMars hátíðarinnar. Í gærkvöldi var mótttaka fyrir erlent fjölmiðlafólk á Slippbarnum á Icelandair hótel Reykjavík Marina, sem verður sérstakur hátíðarbar HönnunarMars í ár. 4. maí 2022 16:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hver ert þú sem hönnuður? Ég hanna hversdagsklæðnað eða „streetwear". Ég byrjaði námið mitt sem fatahönnuður hér heima í Listaháskólanum en þá var námið mjög nýtt á nálinni. Stefnan sem kennaranir aðhylltust á þeim tíma var hátíska en það hentaði mér alls ekki. Það var ekki fyrr en ég fór í skiptinám til Amsteram í Gerrit Rieteld skólann sem ég fann mig sem hönnuðinn sem ég er og hef hingað til verið. Ég hanna föt sem henta hvaða tilefni sem er í rauninni, þú getur oft á tíðum verið í sömu flíkinni heima í sófanum, á skíðum eða í brúðkaupi…fer eftir því hvernig þú notar hana. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvaða flík valdir þú fyrir verkefnið? Ég valdi að kynna nýjustu peysuna sem ég hef hannað undir merkinu mínu „Bið að heilsa niðrí Slipp“ eða BAHNS. Hún heitir WATSON eftir hinni frægu áströlsku siglingakonu Jessica Watson. En hún afrekaði það, sextán ára gömul, að sigla ein í 210 daga, hringinn í kringum hnöttinn. Þessi peysa er fyrsta opna peysan sem ég hanna fyrir merkið en það er svokallað „slow fashion” eða „heritage” merki og lýtur ekki lögmálum tískustraumanna heldur geri ég það sem mér sýnist, þegar merkinu hentar. Nú var kominn tími fyrir fyrstu opnu peysuna, en BAHNS hefur verið við lýði síðan árið 2013. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvernig var ferlið að hanna flíkina? Einfalt ferli, satt best að segja. Ég er lengi búin að vita að tíminn á opna peysu væri kominn hjá BAHNS. Svo bara beið ég þar til ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu, teiknaði hana upp og sendi á verksmiðjuna. Ég er bara búin að þurfa tvö sýnishorn af henni til að hafa hana rétta, svo vel og lengi lét ég hana malla í höfðinu. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvenær byrjaðir þú að hanna föt? Ef systir mín fengi að svara þessari spurningu þá myndi hún segja frá ellefu ára aldri þar sem ég byrjaði að sauma og prjóna á mig örugglega í kringum þann aldur. Hékk oft í Merkt í Mjóddinni og prentaði á boli sem ég hafði sjálf saumað en mitt svar yrði árið 2008. Þegar ég varð aðstoðarhönnuður brettamerkisins NIKITA, þá fyrst byrjaði ég að hanna föt. View this post on Instagram A post shared by Bid Ad Heilsa Nidri Slipp (@bahns_rvk) Hvaða þrjú orð lýsa þínum stíl? Þægilegur, litríkur og einfaldur. Veistu hver hannaði þína flík?Anna Kristín Óskarsdóttir. Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík.
Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík.
Íslensk flík HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32 „Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31 Erlendir gestir streyma til landsins vegna HönnunarMars Fjöldi erlendra ferðamanna og gesta eru á landinu um helgina vegna HönnunarMars hátíðarinnar. Í gærkvöldi var mótttaka fyrir erlent fjölmiðlafólk á Slippbarnum á Icelandair hótel Reykjavík Marina, sem verður sérstakur hátíðarbar HönnunarMars í ár. 4. maí 2022 16:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3. maí 2022 16:32
„Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4. maí 2022 10:31
Erlendir gestir streyma til landsins vegna HönnunarMars Fjöldi erlendra ferðamanna og gesta eru á landinu um helgina vegna HönnunarMars hátíðarinnar. Í gærkvöldi var mótttaka fyrir erlent fjölmiðlafólk á Slippbarnum á Icelandair hótel Reykjavík Marina, sem verður sérstakur hátíðarbar HönnunarMars í ár. 4. maí 2022 16:30