Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 21:39 Kyana Sue segir Ísland vera heimilið sitt og vill vera hér áfram og lifa því lífi sem hún hefur byggt upp. Aðsend Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok. Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kyana hefur notið nokkurra vinsælda á samfélagsmiðlum hér á landi en hún hefur starfað við að auglýsa land og þjóð á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok og á streymisveitunni YouTube. Myndbönd hennar hafa náð nokkru flugi bæði innanlands og utan en hún er með nærri 40 þúsund fylgjendur á TikTok og fleiri milljónir áhorfa á myndbönd sín þar. Kyana hefur verið búsett hér á landi í tæp þrjú ár og fékk dvalarleyfi vegna náms í september 2020. Það var í gildi fram í maí í fyrra en Kyana sótti þá um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kyana hafði stofnað fyrirtækið Kraftar Media sem sérhæfir sig í efnisgerð fyrir samfélagsmiðla, markaðssetningu og ráðgjöf. Þann 10. mars síðastliðinn synjaði Vinnumálastofnun Kyönu um atvinnuleyfi á Íslandi og umsókn hennar um dvalarleyfi synjað af Útlendingastofnun ellefu dögum sípar með vísan til ákvörðunar Vinnumálastofnunar. Kyana kærði í kjölfarið ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Þar óskaði Kyana eftir því að framfylgd brottvísunar hennar yrði frestað á meðan málið væri til meðferðar hjá kærunefnd og var fallist á þá beiðni. Kærunefnd synjaði kæru Kyönu þann 28. apríl síðastliðinn og hefur úrskurðurinn nú verið birtur á vef stjórnarráðsins. Kyana greindi jafnframt frá ákvörðuninni á TikTok þar sem hún sagði að hún bíði enn eftir ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins eftir að hún áfrýjaði úrskurði stofnunarinnar. „Við bíðum enn eftir ákvörðun ráðuneytisins, vegna þess að við áfrýjuðum ákvörðuninnni til þess, og það enduropnaði málið. Þannig að ef það gefur mér dvalarleyfi áður en ég þarf að yfirgefa landið verð ég góð,“ sagði Kyana á TikTok.
Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent