Körfubolti

Sú fyrsta á eftir Michael Jordan til að ná sögulegum samningi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tungan út og allt saman hjá Dönu Evans sem sést hér í leik WNBA meistaraliði Chicago Sky.
Tungan út og allt saman hjá Dönu Evans sem sést hér í leik WNBA meistaraliði Chicago Sky. Getty/Meg Oliphant

Körfuboltakonan Dana Evans gerði á dögunum sögulegan samning við Jordan vörumerkið en það þarf nefnilega að fara aftur til gullaldarliðs Chicago Bulls á tíunda áratugnum til að finna slíkan samning.

Dana varð nefnilega sú fyrsta, í NBA eða WNBA, til að koma með titil til Chicago og semja í framhaldinu við Jordan vörumerkið síðan að Michael Jordan gerði það sjálfur.

Jordan varð sex sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls og samningur hans við Nike er hluti af íþróttasögunni. Á endanum varð Jordan að eigin vörumerki.

Dana Evans er 23 ára gömul, 168 sentimetrar á hæð og spilar sem bakvörður. Hún átti frábæran háskólaferil með University of Louisville.

Dallas Wings valdi hana í nýliðavalinu í fyrra en skipti henni síðan til Chicago Sky í júní 2021.

Það voru ekki slæm skipti fyrir Dönu sem varð WNBA-meistari með Chicago Sky á sínu fyrsta tímabili í deildinni.

Dana bætist í hóp fjölda kvenna sem eru á samning hjá Jordan vörumerkinu en það eru leikmenn eins og Jordin Canada, Te’a Cooper, Crystal Dangerfield, Chelsea Dungee, Arella Guirantes, Dearica Hamby og Kia Nurse.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×