Það er ekki gott að búa í Kópavogi – fyrir aldraða Kristín Sævarsdóttir skrifar 4. maí 2022 14:01 Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Eldri borgarar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra. Í Kópavogi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur skipulagsmálum verið þannig háttað að duglegir verktakar sjá tækifæri og koma með tillögur um uppbyggingu íbúðarhverfa og lati meirihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn flest undanfarin 30 ár) gerir það að sinni stefnu, blæs í lúðra og byggir dýrar, stórar íbúðir þangað sem flykkjast fólk yfir miðjum aldri sem kemur sér fyrir og árin líða. Hvað svo? Hlutfall eldri borgara er nú hærra í Kópavogi en annars staðar og ljóst að það endurspeglar áherslur í húsnæðismálum undanfarin 20 ár. Kópavogsbúum yfir níræðu hefur fjölgað um 62% undanfarin fimm ár og aldrað fólk þarf gjarnan aukna þjónustu heim eða hreinlega getur ekki búið heima og þarf að komast á hjúkrunarheimili. Öll þekkjum við stöðuna á hjúkrunarheimilunum. Þeim rýmum hefur ekkert fjölgað undanfarin 12 ár. 120 hjúkrunarrými eru í bænum og fimm hvíldarrými. Um 75 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Margir þeirra lifa biðina ekki af! Þar er við ríkisvaldið að sakast, svo við höldum því til haga. Um 140 einstaklingar sækja dagsvöl fyrir aldraða í Kópavogi en um 100 manns eru á biðlista. Dagdvöl er mikilvæg mörgum öldruðum, ekki síst þeim sem búa einir og eru heilsuveilir. Það eru mannréttindi að aldraðir fái að vera samvistum við jafningja og nái að rjúfa einangrun með því að sækja dagþjónustu á vegum sveitarfélagsins einhverja daga í viku. Lengi hefur staðið til að útbúa dagvistun í Gjábakka fyrir 20-25 aldraða sem ekki þurfa mjög mikla umönnun en enn bólar ekkert á nauðsynlegum framkvæmdum. Það er forgangsmál að boðið verði upp á fleiri dagvistunarpláss í Kópavogi. Málastjóri fyrir aldraða Aðgengi eldri borgara að upplýsingum og þjónustu í Kópavogi er of flókið. Það er erfitt fyrir aldraða og aðstandendur þeirra að vita hvert á að leita eftir nauðsynlegri þjónustu. Það er mikilvægt að heimahjúkrun og heimaþjónusta verði samþætt og efld. Við í Samfylkingunni leggjum einnig áherslu á málastjóra fyrir aldraða Kópavogsbúa sem aldraðir og aðstandendur þeirra geti leitað til við úrlausn sinna mála. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að auka verulega lífsgæði eldri borgara og koma í veg fyrir ýmsa lífsstílssjúkdóma með því að bjóða upp á skipulagða hreyfingu og líkamsþjálfun. Samfylkingin í Kópavogi vill áfram styðja við fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf meðal aldraðra. Sérstaklega mikilvægt er að ná til eldri borgara sem búa einir á heimilum sínum og styðja þau sem það vilja í hreyfingu og virkni í samfélagi aldraðra. Tryggjum öldruðum góða daga í Kópavogi. Höfundur skipar 7. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun