Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 14:28 Málið er til meðferðar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum. vísir/vilhelm Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar. Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Karlmaðurinn er ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann er sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann er sömuleiðis sakaður um andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Manninum, sem er læknismenntaður samkvæmt frétt RÚV, er einnig gefið að sök að hafa yfir langt tímabil hótað henni lífláti með lyfjagjöf. Þá hafi konan ekki þorað að greina heilbrigðisstarfsfólki frá andlegu og líkamlegu ofbeldi því hann hafi hótað að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Þá segir í ákærunni að hann hafi í eitt skipti lamið konuna í andlit með banana, sagt henni að hún væri lág í sykri og skipað henni að borða bananann. Í annað skipti, þegar konan var ófrísk, hafi hann bitið svo fast í geirvörtu hennar að hún öskraði af sársauka. Þá hafi hann í nokkur skipti niðurlægt hana í kynlífi með því að hrækja á hana, kalla hana mellu, slá hana og hæðast að frammistöðu hennar. Sömuleiðis læst hana inni á baðherbergi þegar hann hafi vitað að hún væri lág í sykri. Karlmaðurinn er einnig sakaður um endurtekið ofbeldi gagnvart börnunum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þau inni í herbergi. Einkaréttakrafa fyrir hönd konunnar hljóðar upp á fjórar milljónir króna en 1,5 milljónir króna í tilfelli barna þeirra þriggja. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í sumar.
Ísafjarðarbær Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira