Viðskipti innlent

Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni hundruð milljóna í bætur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strætó hefur nokkrar vikur til að áfrýja málinu til Landsréttar, kjósi fyrirtækið að láta reyna á málið á hærra dómstigi.
Strætó hefur nokkrar vikur til að áfrýja málinu til Landsréttar, kjósi fyrirtækið að láta reyna á málið á hærra dómstigi. Vísir/Vilhelm

Strætó þarf að greiða hópbifreiðafyrirtækinu Teiti Jónassyni 205 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur vegna þess útboðs á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2010.

Að loknu útboði var samið við Hagvagna hf. og Kynnisferðir ehf. Síðar kom í ljós að vagnar Hagvagna uppfylltu ekki þær kröfur sem gerðar voru í útboðsgögnum og að Hagvögnum voru afhentir vagnar til að geta staðið við skuldbindingar sínar.

Bæði Allrahanda, sem rekur ferðaþjónustu undir merkjum Gray Line, og Teitur Jónasson töldu að meginreglur útboðsréttar hefðu verið brotnar og höfðuðu mál til greiðslu bóta vegna hagnaðarmissis. Bótaskylda Strætó í báðum tilfellum var staðfest fyrir dómstólum.

Allrahanda krafðist 530 milljóna í skaðabætur en fyrirtækinu var árið 2017 dæmdar 100 milljónir í Hæstarétti auk vaxta.

Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni skaðabótavexti aftur til ársins 2010 og dráttarvexti frá nóvember 2020. Sektargreiðslan er því umtalsvert hærri en 205 milljónir króna.

Dómurinn úr Héraðsdómi Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×