„Það er ekkert plan B“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:32 Kyana Sue Powers hefur þrjátíu daga til að yfirgefa landið eftir að umsókn hennar um dvalarleyfi var synjað. Vísir/Arnar Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi. Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“ Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“
Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39