„Það er ekkert plan B“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:32 Kyana Sue Powers hefur þrjátíu daga til að yfirgefa landið eftir að umsókn hennar um dvalarleyfi var synjað. Vísir/Arnar Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi. Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“ Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“
Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39