Mál Dariu tekið aftur upp hjá Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:32 Daria vill fá að dvelja áfram í örygginu á Íslandi en stjúpfaðir hennar býr hér og íslenskur kærasti. VÍSIR/VILHELM Umsókn hinnar hvítrússnesku Dariu Novitskaya um alþjóðlega vernd hér á landi verður tekin fyrir að nýju hjá Útlendingastofnun. Umsókn henni var synjað í febrúar á þeim forsendum að Pólland væri ábyrgt fyrir henni vegna Dyflinar-reglugerðarinnar. Vegna breyttra aðstæðna í Póllandi hefur verið fallist á endurupptöku máls hennar. Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“ Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu, sem gætir hagsmuna Dariu, í samtali við fréttastofu. Hann segir endurupptökuna mikið fagnaðarefni. Daria kom til Íslands í ágúst síðastliðnum og hefur komið sér vel fyrir og tengist landi og þjóð. Hér býr stjúpfarði hennar og íslenskur kærasti en á Íslandi fann hún líka langþráð öryggi eftir róstursama tíma í heimalandinu, Hvíta-Rússlandi, sem einkenndist af mótmælum og óöld undir stjórn Alexanders Lúkasjenka. Daria flúði heimalandið eftir að lögregluyfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að taka af henni barn hennar. Ástæðan var sú að Daria hafði tekið þátt í mótmælum gegn stjórn Lúkasjenka sem hafa skekið Hvíta-Rússland í á annað ár. Daria flúði frá Hvíta-Rússlandi, með nokkrum stoppum, til Íslands. Sjá nánari fréttaskýringu Vísis um ástandið í Hvíta-Rússlandi: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Þrátt fyrir að hafa tekist að flýja harðræði hvítrússneskra stjórnvalda voru raunir hennar ekki allar. Brotið var á henni kynferðislega hér á landi og er mál hennar enn til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi. Nú litið til ástæðna flóttans en ekki til Póllands En nú skín ljós í myrkrinu því kærunefnd útlendingamála hefur fallist á það að umsókn hennar um alþjóðlega vernd verði tekin upp að nýju. „Við fórum fram á endurupptöku og bentum á þær aðstæður sem eru nú í Póllandi, þar sem mikill fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til landsins. Kerfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Póllandið er sprungið vegna komu úkraínsks flóttafólks og það eru engar forsendur til að senda hana þangað,“ segir Albert Björn, lögfræðingur hennar, í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að vegna uppruna hennar gæti hún þar að auki átt von á fordómum í Póllandi þrátt fyrir að hafa barist gegn hvítrússneskum stjórnvöldum. Albert Björn Lúðvígsson gætir hagsmuna Dariu. Umsókn Dariu mun því fara aftur til Útlendingastofnunar til meðferðar og er umsóknarferlið því hafið aftur. Í þetta sinn verður ekki horft til Póllands, á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, heldur til þess hvort Daria sé flóttakona. „Í ljósi aðstæðna í Póllandi telur kærunefnd að það eigi ekki fara eftir reglugerðinni heldur því að Ísland sé ábyrgt fyrir umsókn Dariu. Nýja málsmeðferðin snýst um að ákvarða hvort Daria sé flóttamaður og sú ákvörðun verður byggð á aðstæðum hennar og stjórnmálaþátttöku í Hvíta-Rússlandi,“ segir Albert. „Þetta voru rosalega góðar fréttir, hún er búin að eiga erfiða tíma og þetta er fyrsta viðurkenningin sem hún fær og vonandi möguleiki að dvelja hér á landi. Hún er mjög glöð með þetta og ég glaður fyrir hennar hönd.“
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kynferðisofbeldi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira