Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2. Við ræðum líka málið við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR í beinni útsendingu.
Þá tölum við líka við bandarískan áhrifavald sem segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi.
Við förum yfir ástandið í Úkraínu, tölum við innviðaráðherra og borgarstjóra um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og fjöllum um myglu í barnaskóla.
Þá verðum við líka í beinni útsendingu úr miðbænum en Hönnunarmars, sem hófst í dag, setur svip sinn á mannlífið.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.