Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður
Edda Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2. Við ræðum líka málið við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR í beinni útsendingu.

Þá tölum við líka við bandarískan áhrifavald sem segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi.

Við förum yfir ástandið í Úkraínu, tölum við innviðaráðherra og borgarstjóra um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og fjöllum um myglu í barnaskóla.

Þá verðum við líka í beinni útsendingu úr miðbænum en Hönnunarmars, sem hófst í dag, setur svip sinn á mannlífið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×