Íslandsvinurinn og jarðeigandinn ekki búinn að gefast upp að eignast Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 09:30 Sir Jim Ratcliffe er ekki bara áhugamaður um veiði og jarðir á Íslandi því hann elskar líka fótbolta. Getty/Bryn Lennon Sir Jim Ratcliffe hefur keypt margar jarðir á Íslandi en núna vill breski auðkýfingurinn eignast enska fótboltaliðið Chelsea. Hann kom reyndar seint inn í útboðið en mætti með risatilboð. Chelsea er nú til sölu eins og frægt er vegna það að eftir innrás Rússa í Úkraínu þá þvingaði breska ríkisstjórnin Rússann Roman Abramovich til að selja félagið vegna tengsla hans við Vladímír Pútin og rússnesk yfirvöld. Sir Jim er einn ríkasti maður Bretlands en hann er meirihlutaeignandi í efnifyrirtækinu Ineos og hefur sýnt fram á mikinn áhuga á íþróttum með því að kaupa nokkur íþróttalið. Billionaire Sir Jim Ratcliffe says he is "not giving up" on taking over Chelsea despite "disappointing communication" over his £4.25bn offer.The majority shareholder of chemical group Ineos, made a late bid for the Premier League club on FridayRead more | #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 4, 2022 Hann á aftur á móti eftir að eignast fótboltalið í heimalandi sínu og þegar allir voru búnir afskrifa tilboð frá honum og útboðsglugganum hafði í raun verið lokað þá sendi hann óvænt inn risatilboð upp á 4,25 milljarða punda eða um 696 milljarða íslenskra króna. Ratcliffe ræddi tilboðið sitt í viðtali við breska ríkisútvarpið og um þá staðreynd að því hefði nú verið hafnað. Hann talaði um slæm samskipti en veitti væntanlega viðtalið til að koma sínum hugmyndum á framfæri og setja pressu á sölunefndina. Tilboð frá fjárfestingahóp undir forystu Todd Boehly, eignandi hafnarboltaliðsins LA Dodgers, er sagt vera það útvalda í söluferlinu en það hefur þó ekki verið tilkynnt formlega. Ratcliffe spilar út breska spilinu í viðtalinu. „Þeir ættu að íhuga tilboð frá Bretlandi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe í viðtalinu. Ratcliffe segir að sinn hópur hafi átt jákvæðar viðræður við bresk yfirvöld en að hann hafi ekki rætt við núverandi eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Við höfum talað við Raine og hittum þau í lok síðustu viku. Við kynntum okkar tilboð en höfum heyrt mjög lítið síðan,“ sagði Ratcliffe. Sir Jim Ratcliffe s Chelsea bid rejected out of hand , Ineos director confirms https://t.co/iGdIeyBS9W— The Guardian (@guardian) May 4, 2022 „Mín skilaboð til Raine er að ekki slá okkar tilboð út af borðinu. Við erum bresk og ætlum okkur að gera frábæra hluti með Chelsea. Ef ég væri Raine þá myndi ég ekki loka neinum dyrum,“ sagði Ratcliffe. En af hverju kom tilboðið hans svona seint? „Það er frekar einfalt svar við því. Það er risastór ákvörðun að kaupa þjóðareign og þetta er stór skuldbinding bæði hvað varðar tíma og peninga. Við erum mætt til að vera hér til langframa. Það er mikil ábyrgð og það tekur tíma að komast að slíkri ákvörðun til að gera hana af fullum hug,“ sagði Ratcliffe en hvaðan kemur áhugi hans á Chelsea fótboltaliðinu? „Ég á hús í Chelsea og hef búð í Chelsea í mörg ár. Ég hef verið ársmiðahafi í mörg ár og fyrirtæki mitt er með aðsetur í Chelsea. Þegar við horfum síðan á alla myndina þá er fótbolti stærsta íþróttin í heimi, breska deildina er stærsta deildin í heiminum og Chelsea er eitt af bestu liðunum í þeirri deild,“ sagði Ratcliff. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Chelsea er nú til sölu eins og frægt er vegna það að eftir innrás Rússa í Úkraínu þá þvingaði breska ríkisstjórnin Rússann Roman Abramovich til að selja félagið vegna tengsla hans við Vladímír Pútin og rússnesk yfirvöld. Sir Jim er einn ríkasti maður Bretlands en hann er meirihlutaeignandi í efnifyrirtækinu Ineos og hefur sýnt fram á mikinn áhuga á íþróttum með því að kaupa nokkur íþróttalið. Billionaire Sir Jim Ratcliffe says he is "not giving up" on taking over Chelsea despite "disappointing communication" over his £4.25bn offer.The majority shareholder of chemical group Ineos, made a late bid for the Premier League club on FridayRead more | #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 4, 2022 Hann á aftur á móti eftir að eignast fótboltalið í heimalandi sínu og þegar allir voru búnir afskrifa tilboð frá honum og útboðsglugganum hafði í raun verið lokað þá sendi hann óvænt inn risatilboð upp á 4,25 milljarða punda eða um 696 milljarða íslenskra króna. Ratcliffe ræddi tilboðið sitt í viðtali við breska ríkisútvarpið og um þá staðreynd að því hefði nú verið hafnað. Hann talaði um slæm samskipti en veitti væntanlega viðtalið til að koma sínum hugmyndum á framfæri og setja pressu á sölunefndina. Tilboð frá fjárfestingahóp undir forystu Todd Boehly, eignandi hafnarboltaliðsins LA Dodgers, er sagt vera það útvalda í söluferlinu en það hefur þó ekki verið tilkynnt formlega. Ratcliffe spilar út breska spilinu í viðtalinu. „Þeir ættu að íhuga tilboð frá Bretlandi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe í viðtalinu. Ratcliffe segir að sinn hópur hafi átt jákvæðar viðræður við bresk yfirvöld en að hann hafi ekki rætt við núverandi eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Við höfum talað við Raine og hittum þau í lok síðustu viku. Við kynntum okkar tilboð en höfum heyrt mjög lítið síðan,“ sagði Ratcliffe. Sir Jim Ratcliffe s Chelsea bid rejected out of hand , Ineos director confirms https://t.co/iGdIeyBS9W— The Guardian (@guardian) May 4, 2022 „Mín skilaboð til Raine er að ekki slá okkar tilboð út af borðinu. Við erum bresk og ætlum okkur að gera frábæra hluti með Chelsea. Ef ég væri Raine þá myndi ég ekki loka neinum dyrum,“ sagði Ratcliffe. En af hverju kom tilboðið hans svona seint? „Það er frekar einfalt svar við því. Það er risastór ákvörðun að kaupa þjóðareign og þetta er stór skuldbinding bæði hvað varðar tíma og peninga. Við erum mætt til að vera hér til langframa. Það er mikil ábyrgð og það tekur tíma að komast að slíkri ákvörðun til að gera hana af fullum hug,“ sagði Ratcliffe en hvaðan kemur áhugi hans á Chelsea fótboltaliðinu? „Ég á hús í Chelsea og hef búð í Chelsea í mörg ár. Ég hef verið ársmiðahafi í mörg ár og fyrirtæki mitt er með aðsetur í Chelsea. Þegar við horfum síðan á alla myndina þá er fótbolti stærsta íþróttin í heimi, breska deildina er stærsta deildin í heiminum og Chelsea er eitt af bestu liðunum í þeirri deild,“ sagði Ratcliff. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti