Segja kaupin á Diaz ekki þau bestu í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 12:01 Luis Diaz og Christian Eriksen hafa báðir komið frábærlega inn hjá sínum félögum eftir að þeir komu í janúarglugganum. Getty/Eric Alonso Það er að renna upp sá tími þar sem línurnar fara að skýrast í ensku úrvalsdeildinni og því ágætur tími til að meta og velta fyrir sér hvernig félögunum tókst upp á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og í janúar. ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
ESPN skellti í topp tíu lista yfir bestu kaupin (félagsskiptin) og þar vekur kannski mesta athygli að kaup Liverpool á Kólumbíumanninum Luis Diaz ná ekki fyrsta sætinu. Besta frammistaða ensk úrvalsdeildarliðs á leikmannamarkaðnum eru að þeirra mati samningur Brentford við danska landsliðsmanninn Christian Eriksen. View this post on Instagram A post shared by Brentford Football Club (@brentfordfc) Eriksen hafði ekki spilað fótbolta síðan hjartað hans hætti að slá í leik með danska landsliðinu á EM síðasta sumar. Hann lét græða í sig bjargráð en mátti þess vegna ekki spila á Ítalíu. Eriksen var hins vegar staðráðinn í að spila fótbolta á ný og vinna sér aftur sæti í danska landsliðið fyrir HM í Katar. Hann fann sér að lokum samastað hjá landa sínum, Thomas Frank, knattspyrnustóra Brentford. Áhrifin voru augljóst, Brenford vann fimm fyrstu byrjunarliðsleiki danska miðjumannsins og hann skoraði meðal annars í 4-1 sigri á Chelsea á Brúnni. Nýliðarnir forðuðu sér úr allri fallbaráttu á augabragði og ekki síst fyrir innkomu Eriksen. Eriksen fær því fyrsta sætið á listanum en í öðru sæti eru kaup Liverpool á Luis Diaz frá Porto. Liverpool var með fullt af frábærum sóknarmönnum í sínu liði en Luis Diaz hefur komið með aukakraft á mikilvægum tímapunktum og er öðrum fremur viðbótin sem hefur haldið fernudraumum Liverpool liðsins á lífi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Diaz smellpassaði inn í leikstíl Jürgen Klopp og hefur heillað alla stuðningsmenn Liverpool með áræðni, vinnusemi og tækni sinni. Þegar andstæðingarnir fá slíkan mann á sig í viðbót við það að hafa áhyggjur af þeim Sadio Mane, Diogo Jota eða Mohamed Salah þá lenda þau flest í vandræðum. Þessir tveir virðast vera í nokkrum sérflokki en það eru auðvitað fleiri á listanum. Kaup West Ham á Craig Dawson eru í þriðja sæti en félagið borgaði Watford bara tvær milljónir punda fyrir hann. Crystal Palace fékk Conor Gallagher á láni og hann hefur spilað sig inn í enska landsliðið. Í fimmta sæti eru síðan kaup Manchester United á Cristiano Ronaldo frá Juventus. Ronaldo hefur gert sitt og er langmarkahæsti leikmaður liðsins. Gengi liðsins yfir höfuð hefur aftur á móti verið mikil vonbrigði en flestir eru þó hættir að kenna Portúgalanum um það enda búinn að skora 24 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Það má sjá allan topplistann með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira