Lífið

Mætti á þyrlu á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick

Elísabet Hanna skrifar
Tom Cruise mætti á þyrlu.
Tom Cruise mætti á þyrlu. Getty/Axelle/Bauer-Griffin

Tom Cruise lét ekki lítið fyrir sér fara á heimsfrumsýningu Top Gun: Maverick í San Diego en hann mætti á þyrlu. Fyrsta Top Gun myndin kom út árið 1986 og fór Tom þar eftirminnilega með aðalhlutverkið líkt og hann gerir í þeirri nýju. 

„Nei, ekki í dag. Ég flýg þessari þyrlu sjálfur en ekki í dag,“

sagði hann aðspurður hvort að hann hafi flogið henni sjálfur á svæðið. Myndin var kynnt fyrir kvikmyndagagnrýnendum og fjölmiðlum á stafrænan hátt á CinemaCon í síðustu viku og hefur verið að fá góða dóma í framhaldinu. 

„Við unnum með sjóhernum og Top Gun skólanum til að setja saman hvernig við ættum að skjóta myndina sérstaklega,“ sagði hann og bætti við „afþví að ef við ætluðum að gera þetta ætluðum við að fljúga í F-18,“ sagði Tom Cruise um ferlið. Hann sagði að leikararnir hafi lært á myndavélarnar inn í þotunum.

Miles Teller, Jennifer Connelly,og Tom Cruise leika meðal annars í myndinni.Getty/Axelle/Bauer-Griffin
„Ég þurfti að kenna þeim kvikmyndatöku og lýsingu svo að þau myndu skilja hvað lítur vel út í mynd, ég er mjög stoltur af því sem við afrekuðum. Hvert og eitt þeirra er stórkostlegt,“

sagði hann. Einnig greindi hann frá því hvernig allir sem léku í myndinni fóru í krefjandi og yfirþyrmandi flugþjálfun fyrir myndina að hans ósk.


Tengdar fréttir

Ekkert er Cruise ómögulegt

Tom Cruise steig fyrst fram sem ofurnjósnarinn Ethan Hunt í Mission: Impossible 1996. Myndin sló í gegn og á rúmum tveinur áratugum eru MI-myndirnar orðnar sex. Sú nýjasta er almennt talin best. Jafnvel ein besta spennumynd síðari tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.