Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:58 Gísli Jökull Gíslason er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/sigurjón Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi. Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull. Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira
Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull.
Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Sjá meira