Söngvari Baraflokksins fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 17:17 Ásgeir Jónsson söngvari Baraflokksins er fallinn frá aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir Jónsson tónlistarmaður, sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari hinnar sögufrægu hljómsveitar Baraflokksins frá Akureyri, er fallinn frá. Ásgeir var fæddur 22. nóvember 1962 og hefði því orðið sextugur á þessu ári. Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time
Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent