Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra skorar á verkalýðshreyfinguna að sýna ábyrgð við gerð komandi kjarasamninga. Í kvöldfréttum okkar hvetur hún einnig verslunina til að sýna aðhald í verðhækkunum. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt við að kveða niður verðbólguna.

Lyfjafræðingur sem vann tímabundið hjá Landlæknisembættinu hefur kært embættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að ljúga upp hana. Hún sé sökuð um að rjúfa þagnarskyldu þegar hún benti á alvarlegar villur í lyfjagagnagrunni.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist styðja áframhaldandi veru flugvallar í Vatnsmýri á meðan ekki finnist annar jafn góður kostur. Oddviti Miðflokksins segir flokkinn einan um að standa vörð um flugvöllinn.

Við greinum frá uppbyggingu á Blikastaðalandinu í Mosfellsbæ þar sem stefnt er á byggð fyrir að minnsta kosti 3.600 íbúa á næstu árum sem tengist borgarlínu og gangandi vegfarendur verða í fyrirrúmi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×