Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 18:00 Læknirinn hafði starfað í tvær vikur á Heilsugæslunni á Húsavík. Hann lauk störfum í dag. Vísir/Vilhelm Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“ Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Greint var frá því í gær að læknir á Vestfjörðum hafi verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Vísir greindi jafnframt frá því að lækninum hafi verið sagt upp störfum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 og var málið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum á sínum tíma. Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sagði í samtali við fréttastofu í gær að læknirinn hafi ekki verið í föstu starfi hjá stofnuninni frá árinu 2013. Hann hafi komið inn til afleysinga í örfá skipti, vo hægt væri að telja á fingrum annarrar handar, og síðast árið 2020. Höfðu ekki vitneskju um ákæruna Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu að læknirinn hafi í dag lokið störfum hjá stofnuninni. Hann hafði starfað í tvær vikur hjá Heilsugæslunni á Húsavík. „Hann er búinn að vera við störf í tvær vikur hjá okkur,“ segir Jón Helgi og segir að læknirinn hafi ekki starfað áður hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir starfslok læknisins ekki tengjast ákærunni með beinum hætti. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort lækninum hafi verið sagt upp störfum eða hvort hann hafi sjálfur sagt upp. Jón Helgi segir stjórnendur hafa vitað af uppsögn læknisins á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013. „Ég held að það hafi nú verið opinbert í sjálfu sér í fjölmiðlum. En varðandi þetta mál sem er til umfjöllunar í fjölmiðlum núna þá höfðum við enga vitneskju um það.“
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08
Ákærður fyrir brot gegn eiginkonu og þremur börnum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og þremur börnum frá árinu 2014 og þar til sambandi þeirra lauk árið 2021. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Vestfjarða en þinghald í málinu er lokað. 4. maí 2022 14:28