Gæti fjölgað á Akureyri um þúsund manns árlega næstu ár? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun