Gamli Púlarinn segir mögulega fernu Liverpool ekki betri en þrennu United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Leikmenn Manchester United fagna með alla þrjá bikarana vorið 1999. Getty/Morris & Stenning Fyrrum framherji Liverpool á tíunda áratugnum er á þeirri skoðun að þrenna Manchester United frá 1999 sé meira afrek en að vinna fernuna í dag eins og Liverpool á enn möguleika á. Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Liverpool er búið að vinna enska deildabikarinn, er einu stigi á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og er komið í bæði úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool told a quadruple wouldn't top Man United's treble#LFC https://t.co/AQFBWdSmIx— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 3, 2022 Stan Collymore, sem skoraði 26 mörk í 61 deildarleik fyrir Liverpool frá 1995 til 1997, vill ekki gera of mikið úr mögulegri fernu Liverpool liðsins. Hann segir að hún sé ekki betri en þrenna Manchester United frá 1998/99 en heldur ekki merkilegri en tvenna Tottenham frá 1960/61 og Arsenal 1970/71. Að hans mati yrði þrenna Manchester United síðan merkilegust af þeim öllum. Ástæðan að mati Collymore er hvernig fótboltinn hafi breyst í gegnum tíðina og allir peningarnir sem eru komnir inn í boltann. Vellirnir séu nú betri og líkamleg átök séu minni í leikjunum. Hann viðurkennir þó að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð eins mikil gæði hjá liðum eins og hjá Liverpool og Manchester City þessi misserin. Manchester United varð fyrsta enska liðið til að vinna þrennuna vorið 1999 en liðið tryggði sér þá alla titlana þrjá á ótrúlegum tíu dögum. Liverpool are six games away from immortality pic.twitter.com/XV3wh7w4eb— Mirror Football (@MirrorFootball) May 5, 2022 United tryggði sér sigur í deildinni 16. maí eftir mikið einvígi við Arsenal, vann Newcastle United í úrslitaleik bikarkeppninnar 22. maí og vann síðan Meistaradeildina eftir endurkomusigur á Bayern München í úrslitaleik í Barcelona 26. maí. „Ég veit að einhver ykkar, þá sérstaklega unga fólkið, muni segja að fótboltinn sé miklu betri í dag en hann var á árum áður. Sem dæmi um það getum við bara skoðað stigin sem Liverpool og City hafi náð í hús á síðustu tveimur til þremur árum og hið mikla bil sem er á milli þessara tveggja liða og restarinnar af deildinni, skrifaði Stan Collymore í pistil sinn í Mirror. „Ég samþykki það sjónarmið en segi líka það að það getur ekki verið tilviljun, þegar að leikurinn reynir ekki eins líkamlega á menn lengur, með minni samkeppni frá öðrum liðum og færri samstuðum í leikjunum, að öll met um alla Evrópu hafi fallið. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að lið fyrri tíma spiluðu á skelfilegum völlum og það voru ekki þessir peningar í boltanum eins og nú, skrifaði Collymore. „Sjáið bara hvernig Liverpool tók Virgil van Dijk og Sadio Mane frá Southampton. Þegar ég spilaði þá eyddi Matt Le Tissier öllum ferli sínum með Saints þrátt fyrir að öll stóru liðin hefðu viljað taka hann eftir tvö eða þrjú ár, hvort sem það var að láta hann spila eða sitja á bekknum, skrifaði Collymore. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yzAdAJSj7Bs">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira