Um hafnamál Rúnar Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:02 Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu. Allar eiga þær sameiginlegt að vera öflugar og umsvifamiklar á sinn hátt. Borgarfjörður með sína einstöku höfn sem þjónustar stóran smábátaflota, Djúpivogur með mikil umsvif tengd laxeldi og bolfiski og Seyðisfjörður sem er fjórða stærsta höfn landsins þegar kemur að þjónustu við skemmtiferðaskip og umfangsmikil fiskihöfn. Á næsta kjörtímabili stendur til að fara í miklar framkvæmdir í samvinnu við vegagerðina í öllum höfnunum og verða þær þá enn betur í stakk búnar til að takast á við verkefnin sem eru til staðar. Vinna er nú þegar hafin við nýtt stálþil á Djúpavogi, Borgarfjarðarhöfn verður gerð aðgengilegri og á Seyðisfirði verður gamla Engrosbryggjan endurbyggð og áform eru uppi um lengingu og stækkun Strandarbakka. Allt verður þetta til þess að Hafnir Múlaþings munu geta aukið þá þjónustu sem boðið er upp á og gefur mikla möguleika á tekjuaukningu í tengslum við hafnsækna starfsemi. En betur má ef duga skal og telur undirritaður að hefja þurfi markvisst átak í markaðssetningu hafnanna. Með Axarvegi auðveldast flutningar milli Djúpavogs og Seyðisfjarðar. Og með tilkomu Fjarðarheiðagangna, sem fara í framkvæmd á næsta ári, mun opnast mikill möguleiki á Seyðisfirði að taka á móti flutningaskipum svipuðum þeim sem sigla á Þorlákshöfn. Þetta er stórt tækifæri til að koma Höfnum Múlaþings rækilega á kortið. Með stækkun hafnarkants á Seyðisfirði opnast einnig nýjar víddir í móttöku skemmtiferðaskipa. Það verður stórt verkefni að hafa góða stjórn á því að seilast ekki of langt í skipafjölda, en ég held að með góðu samtali við ferðaþjónustuaðila þá hafi Austurland alla burði til að verða leiðandi í skemmtiferðaskipabransanum. Nauðsynlegt er því að setjast saman og marka okkur stefnu í ferðamálum og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að koma upp afþreyingu fyrir ferðamenn að gera slíkt. Við verðum að hugsa stórt og horfa björtum augum á framtíðina. Höfundur er yfirhafnavörður á Seyðisfirði og skipar 6. sæti á lista Austurlistans.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun