„Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2022 17:32 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er einn fjögurra sem munu flytja ræðu á mótmælafundi á Austurvelli á morgun. Vilhelm Gunnarsson Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir augljóst að ríkisstjórnin sé að reyna að þegja af sér Íslandsbankamálið en vill að stjórnarliðar hugsi um afleiðingarnar af slíku til lengri tíma sem hann segir að verði vafalaust dýpra vantraust til þingsins um ókomin ár. Fimmtu mótmælin vegna bankasölunnar eru fyrirhuguð á Austurvelli og á Ráðhústorgi á morgun. Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal og Bragi Páll Sigurðsson munu einnig flytja ræður á mótmælunum. Björn Leví er einnig á mælendaskrá mótmælafundarins. „Þetta er klassísk aðferð. Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið. Þau eru að bíða eftir því að það komi eitthvað annað í staðinn; að daglegt líf taki við á ný en alltaf þegar ég tala við fólk um þetta þá er því alltaf jafn mikið heitt í hamsi yfir þessu,“ segir Björn sem kveðst ekki sannfærður um að landsmenn gleymi málinu neitt bráðlega. Hann telur að það muni hafa miklar afleiðingar í för með sér af fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar vegna málsins. Það muni leiða til djúpstæðs vantrausts til þingsins en einnig til slæmra áhrifa á lýðræðið. „Það verður dýpri óánægja. Fólk verður fyrr tilbúið til þess að draga slæmar ályktanir um mál sem kannski eru ekkert svo slæm en af það er einhver grunsamlegur flötur á þeim þá mun fólk draga verstu ályktanirnar. Þannig birtist vantraust okkur. Lítil mál blásast upp og verða að stórum málum af því að það minnir okkur á að það er ekki búið að gera upp stóru málin.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn hvetur almenning til að láta sig málið varða. „Það er hægt að mæta á mótmæli og það er hægt að tala um þetta mál. Það er líka hægt að kjósa einfaldlega ekki flokka sem styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda í sveitarstjórnarkosningum. Það er eina tungumálið sem þau skilja, það eru völd og atkvæði gefa þeim völd og ef þau missa atkvæði þá missa þau völd og þá vilja þau gera eitthvað í því.“ Björn Leví kveðst ekki treysta fjármálaráðherra sjálfum til að ákveða þann farveg sem rannsókn á Íslandsbankamálinu eigi að fara. Þá segist hann heldur ekki treysta honum til að birta niðurstöður rannsókna á réttum tíma með vísan til skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Hún var ekki birt fyrr en eftir kosningarnar 2016. „Þetta er sami fjármálaráðherra sem er einmitt að kalla á eftir þessu. Sporin hræða svo mikið. Þess vegna er eðlilegt að biðja um rannsóknarnefnd því reynsla okkar af vinnu rannsóknarnefnda hefur verið mjög góð og hefur skilað mjög góðri vinnu.“ Björn Leví vísar þarna til óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis sem stjórnarandstaðan hefur kallað eftir að verði sett á fót en ríkisstjórnin hefur ekki viljað verða við því. Björn telur að ástæðan fyrir því sé sú að ríkisstjórnin vilji hlífa fjármálaráðherra. „Þau ætla að reyna að komast hjá því í lengstu lög að láta reyna á lagalega ábyrgð hans í þessu og þau munu nýta allt sem þau geta til að tefja það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05 „Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10 „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Fimmtu mótmælin vegna bankasölunnar eru fyrirhuguð á Austurvelli og á Ráðhústorgi á morgun. Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal og Bragi Páll Sigurðsson munu einnig flytja ræður á mótmælunum. Björn Leví er einnig á mælendaskrá mótmælafundarins. „Þetta er klassísk aðferð. Þau ætla að reyna að þegja af sér hneykslismálið. Þau eru að bíða eftir því að það komi eitthvað annað í staðinn; að daglegt líf taki við á ný en alltaf þegar ég tala við fólk um þetta þá er því alltaf jafn mikið heitt í hamsi yfir þessu,“ segir Björn sem kveðst ekki sannfærður um að landsmenn gleymi málinu neitt bráðlega. Hann telur að það muni hafa miklar afleiðingar í för með sér af fjármálaráðherra stígur ekki til hliðar vegna málsins. Það muni leiða til djúpstæðs vantrausts til þingsins en einnig til slæmra áhrifa á lýðræðið. „Það verður dýpri óánægja. Fólk verður fyrr tilbúið til þess að draga slæmar ályktanir um mál sem kannski eru ekkert svo slæm en af það er einhver grunsamlegur flötur á þeim þá mun fólk draga verstu ályktanirnar. Þannig birtist vantraust okkur. Lítil mál blásast upp og verða að stórum málum af því að það minnir okkur á að það er ekki búið að gera upp stóru málin.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Björn hvetur almenning til að láta sig málið varða. „Það er hægt að mæta á mótmæli og það er hægt að tala um þetta mál. Það er líka hægt að kjósa einfaldlega ekki flokka sem styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda í sveitarstjórnarkosningum. Það er eina tungumálið sem þau skilja, það eru völd og atkvæði gefa þeim völd og ef þau missa atkvæði þá missa þau völd og þá vilja þau gera eitthvað í því.“ Björn Leví kveðst ekki treysta fjármálaráðherra sjálfum til að ákveða þann farveg sem rannsókn á Íslandsbankamálinu eigi að fara. Þá segist hann heldur ekki treysta honum til að birta niðurstöður rannsókna á réttum tíma með vísan til skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Hún var ekki birt fyrr en eftir kosningarnar 2016. „Þetta er sami fjármálaráðherra sem er einmitt að kalla á eftir þessu. Sporin hræða svo mikið. Þess vegna er eðlilegt að biðja um rannsóknarnefnd því reynsla okkar af vinnu rannsóknarnefnda hefur verið mjög góð og hefur skilað mjög góðri vinnu.“ Björn Leví vísar þarna til óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis sem stjórnarandstaðan hefur kallað eftir að verði sett á fót en ríkisstjórnin hefur ekki viljað verða við því. Björn telur að ástæðan fyrir því sé sú að ríkisstjórnin vilji hlífa fjármálaráðherra. „Þau ætla að reyna að komast hjá því í lengstu lög að láta reyna á lagalega ábyrgð hans í þessu og þau munu nýta allt sem þau geta til að tefja það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05 „Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10 „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Ég er ekki viss um að hann missi neinn svefn yfir þessu“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur verið helsti stjórnmálagreinandi Ríkisútvarpsins í að verða fjóra áratugi og hefur verið kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna. Hann fór á eftirlaun frá háskólanum fyrir skemmstu. 3. maí 2022 10:05
„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. 30. apríl 2022 17:10
„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30