Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2022 07:59 Carla Sands og Kim Kielsen í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn árið 2019 að skoða kort af norðurslóðum. Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland: Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Carla Sands sækist núna eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins til sætis öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Pennsylvaníuríki. Í kappræðum, sem sjónvarpað var frá Pittsburgh síðastliðið miðvikudagskvöld, spurði hinn þekkti þáttastjórnandi, Greta van Susteren, hvað henni fyndist um hugmynd Trumps að kaupa Grænland: „Mér fannst þetta frábær hugmynd, því hann er samningamaður. Og við vitum að Danmörk hefur hvorki efni á að byggja upp né verja Grænland,“ svaraði Carla Sands, en Sermitsiaq fjallar um málið og vitnar í The Daily Beast. Carla Sands var áður kunn sjónvarps- og kvikmyndaleikkona, meðal annars úr sápuóperunni Glæstum vonum eða The Bold and the Beautiful. Þessi forríka ekkja var einnig rausnarlegur stuðningsmaður kosningasjóða Trumps. Carla Sands á fjarfundi með Kim Kielsen haustið 2020 þegar nýr samningur um Thule-herstöðina var gerður.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Í sendiherratíð sinni lagði Carla Sands sig sérstaklega fram um að efla tengsl Bandaríkjamanna og Grænlendinga, og raunar einnig Færeyinga, bæði með heimsóknum sem og með persónulegum tengslum. Þannig bauð hún Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, í heimsókn á heimili sitt í sendiherrabústaðnum í Kaupmannahöfn. Carla Sands sýnir Kim Kielsen garðinn við bandaríska sendiherrabústaðinn í Kaupmannahöfn sumarið 2019.Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku Ósk Trumps um að fá að kaupa þetta næsta nágrannaland Íslands fyrir þremur árum vakti heimsathygli og Grænland fékk fyrir vikið meiri umfjöllun í fjölmiðlum heimsins en nokkru sinni fyrr. Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, sagði tilboð Trumps hins vegar fáránlegt, sem varð til þess að Trump móðgaðist og aflýsti heimsókn sinni til Danmerkur með skömmum fyrirvara. Kim Kielsen var um sama leyti staddur í Reykjavík á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og svona svaraði hann Stöð 2 um ósk Trumps: Hér má sjá þegar Trump staðfesti áhuga sinn á að kaupa Grænland:
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26 Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32 Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. 14. nóvember 2020 14:26
Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Skrifstofan verður opnuð á þessu ári en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. 26. apríl 2020 08:32
Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. 20. ágúst 2019 20:10
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05
Sápuóperustjarna úr Glæstum vonum næsti sendiherra Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt fjárfestingastjórann Carla Sands sem næsta sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku. 8. september 2017 10:35