Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 10:33 Indriði bendir á að kosningar geti ekki verið neitt „sirka“ og hann hefði haldið að Landskjörstjórn vildi hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. vísir/vilhelm/aðsend Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent