Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. maí 2022 14:30 Kathleen Folbigg. GettyImages Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Kathleen Folbigg er þekkt og alræmd sem versti raðmorðingi í sögu Ástralíu. Fyrir 19 árum, árið 2003, var hún dæmd til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa banað fjórum barna sinna, öllum áður en þau náðu eins árs aldri. Hún hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Saksóknari byggði á úreltu lögmáli Börnin, tveir drengir og tvær stúlkur, fæddust á árabilinu 1989 til 1996. Í raun byggði saksóknari mál sitt á nokkrum samhengislausum slitrum úr dagbók Folbigg og svo hinu afar vafasama Meadow´s lögmáli sem hljóðar svo: „Eitt látið barn er harmleikur, tvö er grunsamlegt og þrjú látin börn er morð þar til annað kemur í ljós.“ Félagsráðgjafar og starfsmenn barnaverndar víða um heim studdust við þetta lögmál í ríkum mæli í upphafi aldarinnar. Carola García Vinuesa er spænskur ónæmisfræðingur við Háskólann í Ástralíu. Hún hefur rannsakað mál Folbigg á síðustu árum og komist að þeirri niðurstöðu að börnin hafi látist vegna erfðasjúkdóms, þar sem stökkbreytingar verða á genamengi þeirra sem einnig finnst í móðurinni. Þessar stökkbreytingar geti valdið sterkum hjartsláttartruflunum sem geti leitt til dauða vöggubarna. Telur eðlilega skýringu á öllum dauðsföllum Carola García fullyrðir að öll börnin hafi látist af náttúrulegum orsökum og að móðirin eigi engan þátt í dauða þeirra. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali við fréttastofu Telecinco á Spáni við García. Svo sterk þykja rökin og rannsóknir García að 90 virtir vísindamenn, hvaðanæva að úr heiminum, þar á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, hafa skrifað undir bænaskjal um að Kathleen verði þegar í stað leyst úr haldi. Stjórnvöld í Nýja Suður-Wales í Ástralíu lofuðu að skila úrskurði sínum fyrir miðjan apríl. Enn bólar þó ekki á honum og telja fréttaskýrendur þá skýringu líklegasta að fylkiskosningar fara fram 21. maí og að ekki þyki hættandi á að úrskurða í jafn tilfinningaþrungnu máli og þessu svo skömmu fyrir kosningar.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira