Innlent

Mótmæltu í fimmta skipti vegna bankasölunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mótmælt hefur verið á Austurvelli seinustu fjóra laugardaga og er dagurinn í dag engin undantekning. 
Mótmælt hefur verið á Austurvelli seinustu fjóra laugardaga og er dagurinn í dag engin undantekning.  Vísir/Margrét Helga

Í dag fara fram fimmtu mótmælin á Austurvelli vegna sölu ríkisins á hluta Íslandsbanka. Upphitun hófst klukkan 13:30 og hefst dagskrá klukkan 14:00.

Ræðufólk eru þau Bragi Páll Sigurðarson, Kristinn Hrafnsson, Drífa Snædal, og Björn Leví Gunnarsson. 

Einnig munu listamenn á borð við Bigga veiru og Guðmundur Pétursson stíga á stokk. 

Um 500 manns hafa staðfest komu sína á mótmælin í gegnum Facebook og yfir 1.000 manns segjast hafa áhuga á því að mæta. Á sama tíma og mótmælin fara fram á Austurvelli verður einnig mótmælt við Ráðhústorgið á Akureyri. 

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælunum, og dagskrána. 

Uppfært: Mótmælunum er lokið en upptöku á sjá að neðan.

  • 13:30 Reggae að hætti Bigga veiru. Karnival-leikir, veitingar & búð
  • 14:00 Guðmundur Pétursson leggur út frá Working Class Hero
  • 14:06 Einar Már Guðmundsson fer með ljóð
  • 14:11 Fundur settur
  • 14:14: Drífa Snædal
  • 14:20 Dúettinn Down & Out syngur um sægreifa
  • 14:26 Björn Leví Gunnarsson
  • 14:32 Brúðurnar koma
  • 14:40 Bragi Páll Sigurðsson
  • 14:46 Fundi slitið
  • 14:50 Reggae að hætti Bigga veiru. Karnival-leikir, veitingar & búð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×